fyrir
4
Eldunartími
25 mín.
Undirbúa
20 mín.
Samtals:
45 mín.
Innihald:
2 msk. balsamikedik
1 msk. sojasósa
1 msk. púðursykur
1⁄2 tsk. ferskt rósmarín, skorið fínt
1 hvítlauksgeiri, skorinn smátt
1 tsk. rifið ferskt engifer
2 msk. ólífuolía
10 gulrætur sem búið er að skræla og skera til helminga
salt
1 vorlaukur
Leiðbeiningar
Í samstarfi við Gestgjafann
Hrærið saman balsamikediki, sojasósu, púðursykri, rósmaríni, hvítlauk og engifer sem mynda gljáann.
Bætið við ólífuolíu og látið bíða á meðan gulræturnar eru grillaðar.
Hitið grillið á lágum hita.
Setjið ólífuolíu á gulræturnar og saltið.
Grillið á álbakka og snúið eftir þörfum til að þær brenni ekki.
Grillið þar til gulræturnar eru orðnar mjúkar.
Þegar gulræturnar eru fulleldaðar eru þær settar strax ofan í gljáann.
Best er að taka þær upp úr gljáanum með töng og skera svo vorlauk smátt og dreifa vel yfir.
Gott er að setja smá af gljáanum aftur yfir áður en borið fram.
Grön Balance ba ...
250 ml. - 1996 kr. / ltr - 499 kr.
Kikkoman sojasósa
150 ml. - 3047 kr. / ltr - 457 kr.
Kötlu púðursykur
500 gr. - 544 kr. / kg - 272 kr.
Rósmarín ferskt
1 stk. - 368 kr. / stk - 368 kr.
Hvítlaukur
200 gr. - 945 kr. / kg - 189 kr.
Engiferrót
ca. 300 gr. - 860 kr. / kg - 258 kr.
Grön Balance ól ...
500 ml. - 3198 kr. / ltr - 1.599 kr.
Grön Balance gu ...
1 kg. - 739 kr. / kg - 739 kr.
Vorlaukur í pakka
1 stk. - 329 kr. / stk - 329 kr.
Salina fínt salt
1 kg. - 126 kr. / kg - 126 kr.
Samtals: