Gljáðar, grillaðar gulrætur

fyrir

4

Eldunartími

25 mín.

Undirbúa

20 mín.

Samtals:

45 mín.

Gljáðar, grillaðar gulrætur

Innihald:

2 msk. balsamikedik

1 msk. sojasósa

1 msk. púðursykur

1⁄2 tsk. ferskt rósmarín, skorið fínt

1 hvítlauksgeiri, skorinn smátt

1 tsk. rifið ferskt engifer

2 msk. ólífuolía

10 gulrætur sem búið er að skræla og skera til helminga

salt

1 vorlaukur

Leiðbeiningar

Í samstarfi við Gestgjafann

1

Hrærið saman balsamikediki, sojasósu, púðursykri, rósmaríni, hvítlauk og engifer sem mynda gljáann.

2

Bætið við ólífuolíu og látið bíða á meðan gulræturnar eru grillaðar.

3

Hitið grillið á lágum hita.

4

Setjið ólífuolíu á gulræturnar og saltið.

5

Grillið á álbakka og snúið eftir þörfum til að þær brenni ekki.

6

Grillið þar til gulræturnar eru orðnar mjúkar.

7

Þegar gulræturnar eru fulleldaðar eru þær settar strax ofan í gljáann.

8

Best er að taka þær upp úr gljáanum með töng og skera svo vorlauk smátt og dreifa vel yfir.

9

Gott er að setja smá af gljáanum aftur yfir áður en borið fram.

Vörur í uppskrift
Líklega til heima

til að skoða vörur Snjallverslunar