fyrir
4
Eldunartími
20 mín.
Undirbúa
10 mín.
Samtals:
30 mín.
Innihald:
6-8 íslenskar paprikur í mismunandi litum
6 msk ólífuolía
1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
Nýmalaður pipar
Salt
1-2 msk furuhnetur
Nokkur basilíkublöð
Leiðbeiningar
Í samstarfi við Sölufélag garðyrkjumanna - www.islenskt.is
Útigrill eða grillað í ofninum.
Hitað og paprikurnar grillaðar við góðan hita, þar til hýðið er allt orðið svart. Snúið öðru hverju svo að þær grillist jafnt.
Paprikunum er svo stungið í bréfpoka eða settar í skál og plast breitt yfir. Látnar standa í um 5 mínútur og þá ætti að vera auðvelt að fletta hýðinu af þeim. Best er að gera þetta yfir sigti svo að safinn fari ekki til spillis.
Skerið grilluðu paprikurnar í breiðar ræmur og raðið á disk.
Hrærið paprikusafanum saman við ólífuolíu, hvítlauk, pipar og salt og hellið yfir paprikurnar.
Dreifið furuhnetum yfir og skreytið með basilíkublöðum sem skorin hafa verið í ræmur.
Berið paprikurnar t.d. fram sem forrétt eða sem meðlæti með grilluðum mat.
Einnig má skera þær í mjórri ræmur og nota þær og olíuna út á pasta.
paprika rauð
210 gr. - 752 kr. / kg - 158 kr.
paprika orange
190 gr. - 832 kr. / kg - 158 kr.
paprika græn
190 gr. - 658 kr. / kg - 125 kr.
Hvítlaukur
200 gr. - 945 kr. / kg - 189 kr.
Til hamingju fu ...
70 gr. - 7786 kr. / kg - 545 kr.
Basilika fersk
1 stk. - 570 kr. / stk - 570 kr.
Grön Balance ól ...
500 ml. - 3198 kr. / ltr - 1.599 kr.
Prima svartur p ...
35 gr. - 10286 kr. / kg - 360 kr.
Salina fínt salt
1 kg. - 126 kr. / kg - 126 kr.
Samtals: