
fyrir
6
Eldunartími
20 mín.
Undirbúa
30 mín.
Samtals:
50 mín.
Innihald:
1 kg hveiti
350 gr sykur
100 gr smjörlíki eða vegan smjör
Hörfræegg (2 msk möluð hörfræ,100 ml vatn)
1 tsk lyftiduft
1 tsk hjartasalt
2 tsk kanill
1/4 tsk engifer
1/2 tsk negull
5 dl plöntumjólk
3 tsk kardimommudropar
1 tsk vanilludropar
2 msk eplaedik
2-3 stykki hörð steikingarolía
Kanilsykur til að velta kleinunum upp úr eftir að þær eru steiktar
Leiðbeiningar
Blandið þurrefnunum saman í skál. Blandið hörfræeggið í litla skál og setjið til hliðar.
Skerið mjúkt smjörlíki í teninga og blandið saman við þurrefnin með höndunum þar til það hefur blandast við hveitiblönduna.
Blandið mjólkinni, hörfræegginu,dropum og eplaediki saman í annarri skál og hellið síðan saman við hveitiblönduna. Hnoðið saman í hrærivél eða blandið saman með sleif þar til öll hráefni eru komin vel saman.
Hellið á hveitiþakið borð og hnoðið saman í kúlu. Fletjið út þar til það er tæplega 1 cm í þykkt og skerið út tígla. Skerið gat í hvern tígul og snúið kleinunni í gegn.
Hitið olíuna í stórum potti. Það er gott að vita hvenær olían er orðin nógu heit með því að setja lítinn bút af deigi út í olíuna en það á að fljóta upp að yfirborðinu og verða fallega ljósgyllt á annari hliðinni á nokkrum sekúndum.
Steikið kleinurnar í sirka 1-2 mínútur á hverri hlið.
Setjið kleinurnar á eldhúsbréf um leið og þær koma upp úr olíunni og látið hvíla í 4-5 mínútur og veltið síðan upp úr kanilsykri.

First Price hveiti
2 kg. - 299 kr. Stk.

DDS sykur
2000 gr. - 489 kr. Stk.

Naturli Øko Smørbar
200 gr. - 370 kr. Stk.

Grön Balance hörfræ
500 gr. - 379 kr. Stk.

Gestus lyftiduft
225 gr. - 329 kr. Stk.

Flóru kanill
70 gr. - 255 kr. Stk.

Flóru engifer krydd
60 gr. - 228 kr. Stk.

Flóru negull
75 gr. - 417 kr. Stk.

Alpro Möndlumjó ...
1 ltr. - 459 kr. Stk.

Kötlu kardimomm ...
1 stk. - 310 kr. Stk.

Kötlu vanilludropar
1 stk. - 178 kr. Stk.

Gestus eplaedik
500 ml. - 399 kr. Stk.

First Price ste ...
2 ltr. - 1.119 kr. Stk.
Samtals: