fyrir
6
Eldunartími
50 mín.
Undirbúa
40 mín.
Samtals:
90 mín.
Innihald:
Kakan:
188 g (1 og 1/2 bolli) hveiti
1 1/2 tsk. lyftiduft
200 g (1 bolli) sykur
2 msk. rifinn sítrónubörkur (ca. af 2 sítrónum)
115 g ( 1/2 bolli) smjör, við stofuhita
1/4 bolli olía
2 egg
3 msk. sítrónusafi
1/2 bolli grísk jógúrt
1/2 bolli lemon curd
Glassúr:
125 g ( 1 bolli) flórsykur
3 msk. sítrónusafi
1 msk. rifinn sítrónubörkur
dass af rjóma
Leiðbeiningar
Kakan:
Hitaðu ofninn í 180°C og smyrðu formkökuform að innan með smjöri.
Blandaðu saman í skál; hveiti, lyftidufti og salti og settu til hliðar.
Hrærðu sykurinn og sítrónubörkinn í hrærivélaskál í 3 mínútur.
Bættu smjörinu út í og hrærðu í aðrar 3 mínútur.
Bættu svo olíunni við og hrærðu vel.
Bættu einu eggi í einu út í og hrærðu vel á milli. Settu svo sítrónusafann og grísku jógúrtina útí og hrærðu vel saman.
Bættu svo að lokum þurrefnunum varlega saman við.
Settu 1/3 af deiginu í kökuformið og 1/3 af lemon curd ofan á deigið og dreifðu úr. Endurtaktu þetta tvisvar sinnum.
Settu inn í ofn og bakaðu í 30 mínútur.
Settu álpappír yfir kökuna til að passa að lemon curdið brenni ekki.
Bakaðu í aðrar 20 mínútur eða þar til kakan er bökuð í gegn.
Látið kökuna kólna í 30 mín áður en þið takið úr forminu og í aðrar 30 mín áður en þið setjið glassúrinn á, svo hann leki ekki allur af.
Glassúr leiðbeiningar:
Á meðan kakan er að kólna hrærið þá saman í skál flórsykrinum sítrónusafa sítrónubörk og rjóma.
Setjið yfir kökuna þegar hún er orðin köld og njótið.
First Price hveiti
2 kg. - 280 kr. Stk.
Gestus lyftiduft
140 gr. - 299 kr. Stk.
First Price Sykur
1 kg. - 211 kr. Stk.
Grön Balance sí ...
300 gr. - 349 kr. Stk.
MS smjör 250gr
250 gr. - 415 kr. Stk.
ISIO4 matarolía ...
675 ml. - 619 kr. Stk.
Búið í bili
Stjörnuegg stór ...
405 gr. - 465 kr. Stk.
Léttmál grísk j ...
500 gr. - 596 kr. Stk.
Stonewall Kitch ...
326 gr. - 1.199 kr. Stk.
DDS flórsykur
500 gr. - 218 kr. Stk.
MS rjómi 250 ml
250 ml. - 373 kr. Stk.
Salina fínt salt
1 kg. - 126 kr. Stk.
Samtals: