
fyrir
8
Eldunartími
45 mín.
Undirbúa
60 mín.
Samtals:
105 mín.
Innihald:
Kakan
200 g 70% súkkulaði
120 g smjör
100 g sykur
110 g púðursykur
2 tsk. vanillusykur
125 g hveiti
2 egg
Pekankaramella
1 poki Freyju-karamellur (200 g)
1 dl rjómi
200 g pekanhnetur
50 g 70% súkkulaði
Leiðbeiningar
Í samstarfi við Gestgjafann.
Kakan
Hitið ofninn í 180°C.
Bræðið súkkulaði og smjör saman við vægan hita.
Setjið sykur, púður sykur, vanillusykur og hveiti í skál.
Blandið súkkulaðiblöndunni saman við og loks eggjunum.
Hrærið þar til deigið er slétt og samfellt.
Smyrjið lausbotna smelluform að innan og setjið bökunarpappír á botninn.
Jafnið deiginu í formið og bakið í 25 mínútur.
Pekankaramella
Setjið karamellur og rjóma í pott og látið krauma við meðalhita þar til karamellurnar hafa bráðnað.
Bætið pekanhnetum saman við og látið krauma í nokkrar mínútur við lágan hita.
Látið kólna í dálitla stund áður en karamellunni er jafnað yfir kökubotninn.
Bræðið súkkulaðið og dreifið ofan á.
Þessi kaka er mjög góð með þeyttum rjóma eða ís.

Konsum suðusúkk ...
200 gr. - 599 kr. Stk.

Smjör
250 gr. - 415 kr. Stk.

First Price Sykur
1 kg. - 199 kr. Stk.

Kötlu púðursykur
500 gr. - 329 kr. Stk.

Gestus vanillusykur
140 gr. - 239 kr. Stk.

First Price hveiti
2 kg. - 299 kr. Stk.

Nesbú hamingjuegg
408 gr. - 439 kr. Stk.

Freyju rjómakar ...
200 gr. - 438 kr. Stk.

Rjómi 250 ml
250 ml. - 367 kr. Stk.

Til hamingju pe ...
100 gr. - 419 kr. Stk.

Krónu ís með va ...
2 ltr. - 499 kr. Stk.
Samtals: