fyrir
4
Eldunartími
40 mín.
Undirbúa
60 mín.
Samtals:
100 mín.
Innihald:
Grillað tófú:
1 stk tófú, ca 400-500 gr. (passið að kaupa ekki silken tófú vegna þess að það virkar alls ekki fyrir svona uppskrift)
2 dl sojasósa
3 hvítlauksgeirar
2 msk ólífuolía
1 msk hlynsíróp
Safi úr 1/2 sítrónu
1 tsk timían
Smá chiliflögur (má sleppa)
Brauð fyrir samlokurnar
Gestus vöfflufranskar að bera samlokurnar fram með
Köld piparsósa:
1 dl oatly sýrður rjómi eða hreint sykurlaust vegan jógúrt
1 dl vegan Krónu majónes
2 tsk grófmalaður svartur pipar
1/2 tsk laukduft
1/2 tsk salt
Hrásalat:
300 gr rifið hvítkál
200 gr rifnar gulrætur
1 lítill rauðlaukur
1 dl vegan krónumajónes
1 dl oatly sýrður rjómi
1 tsk dijonsinnep
1 tsk eplaedik
1/2 tsk salt
Svartur pipar eftir smekk
Bjórsteiktur laukur:
3 stórir laukar
Olía að steikja upp úr
2 msk sykur
2 msk soyasósa
salt og pipar
1/2 dl bjór
Leiðbeiningar
Samstarf með veganistur.is
Grillað tófú
Takið tófúið úr umbúðunum og kreistið létt svo þið fáið út aðeins af vökvanum. Vefjið tófústykkinu inn í eldhúspappír eða viskastykki og leggið eitthvað þungt yfir, t.d. stóra bók eða pönnu. Leyfið að standa í sirka klukkutíma.
Hrærið saman maríneringunni og hellið í box eða stóra skál. Skerið tófúið í 4 sneiðar og leggið í maríneringuna og leyfið að marínerast í minnst klukkustund. Ég reyni að leyfa því að sitja í maríneringunni í 3-4 tíma svo tófúið dragi í sig sem mest bragð.
Græjið restina af hráefnunum á meðan þið bíðið svo að ekki þurfi að gera meira þegar kemur að því að grilla tófúið.
Grillið tófúið í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Það ferð mikið eftir því hvernig grill þið notið og hversu mikill hiti er á því. Ég grilla mitt þar til það hefur fengið á sig lit á hvorri hlið.
Köld piparsósa
Hrærið öllu saman í skál.
Hrásalat:
Rífið hvítkálið með ostaskerara.
Rífið gulræturnar.
Skerið laukinn í þunna strimla.
Setjið í skál og hrærið restinni af hráefnunum saman við.
Bjórsteiktur laukur
Skerið laukana í frekar þunnar sneiðar.
Steikið laukinn upp úr smá olíu þar til hann fer að brúnast vel.
Bætið salt og pipar, sykri og soyasósu og steikið í nokkrar mínútur í viðbót.
Bætið bjórnum útí og steikið í góðar 5 til 10 mínútur.
Yipin tófú extr ...
230 gr. - 2952 kr. / kg - 679 kr.
Kikkoman sojasósa
150 ml. - 3047 kr. / ltr - 457 kr.
Grön Balance hv ...
100 gr. - 3490 kr. / kg - 349 kr.
Grön Balance ól ...
500 ml. - 3198 kr. / ltr - 1.599 kr.
Grön Balance hl ...
250 ml. - 3396 kr. / ltr - 849 kr.
sítrónur
110 gr. - 591 kr. / kg - 65 kr.
Pottagaldrar timían
1 stk. - 559 kr. / stk - 559 kr.
Pottagaldrar ch ...
1 stk. - 568 kr. / stk - 568 kr.
Gæðabakstur Súr ...
600 gr. - 1715 kr. / kg - 1.029 kr.
Gestus franskar ...
600 gr. - 1082 kr. / kg - 649 kr.
Abbot kinney's ...
125 ml. - 3192 kr. / ltr - 399 kr.
Búið í bili
Ódýrt vegan majones
270 ml. - 1107 kr. / ltr - 299 kr.
Pottagaldrar la ...
60 gr. - 9967 kr. / kg - 598 kr.
Gestus salat hj ...
1 stk. - 429 kr. / stk - 429 kr.
Búið í bili
SFG Gulrætur SF ...
500 gr. - 998 kr. / kg - 499 kr.
Rauðlaukur
ca. 160 gr. - 240 kr. / kg - 38 kr.
First Price dij ...
370 gr. - 673 kr. / kg - 249 kr.
Gestus eplaedik
500 ml. - 798 kr. / ltr - 399 kr.
Laukur
ca. 167 gr. - 198 kr. / kg - 33 kr.
First Price ste ...
2 ltr. - 500 kr. / ltr - 999 kr.
First Price Sykur
1 kg. - 210 kr. / kg - 210 kr.
Peroni libera 0%
330 ml. - 661 kr. / ltr - 218 kr.
Pottagaldrar sv ...
50 gr. - 11580 kr. / kg - 579 kr.
Prima borðsalt
100 gr. - 3290 kr. / kg - 329 kr.
Samtals: