fyrir
4
Eldunartími
120 mín.
Undirbúa
30 mín.
Samtals:
150 mín.
Innihald:
2 pakkar upprúllað smjördeig (eða 1 pakki frosið smjördeig)
2 pakkar oumph the original chunk
250 gr sveppir
Olía til steikingar
1 laukur
4 hvítlauksgeirar
2 greinar ferskt rósmarín
1 tsk þurrkað timían
2 dl vatn
1/2 teningur grænmetiskraftur
1,5 dl rauðvín
2 lárviðarlauf
2 msk hveiti
2 dl vegan matreiðslurjómi
1-2 tsk sojasósa
Salt og pipar eftir smekk
Leiðbeiningar
Takið Oumphið úr frysti og leyfið að þiðna aðeins svo hægt sé að skera bitana í helming.
Saxið lauk, pressið hvítlauk og skerið niður sveppi.
Hitið djúpa pönnu eða pott með olíu og steikið lauk og hvítlauk þar til þeir hafa mýkst.
Skerið Oumphið niður, bætið út á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur.
Bætið sveppunum á pönnuna og steikið þar til þeir hafa mýkst vel.
Ef pannan verður of þurr er gott að bæta við smá olíu, smjörlíki eða örlitlu vatni.
Saxið rósmarínið niður og bætið út á pönnuna ásamt timían og hveiti.
Leyfið að steikjast í 2 mínútur á meðan þið hrærið.
Bætið rauðvíni, lárviðarlaufi, vatni, grænmetiskrafti og sojasósu út í og leyfið því að malla í sirka 30 mínútur á meðan þið hrærið reglulega í.
Þetta á að vera þykkt, en ef þetta er mjög þurrt er hægt að bæta við smá vatni.
Saltið og piprið eftir smekk.
Takið smjördeigið út og skerið í 12 bita.
Setjið í muffins ofnform svo að smjördeigið klæði formið að innan.
Fyllið svo með fyllingunni og lokið með því að klípa saman hornin á smjördeiginu.
Pennslið með smávegis af vegan matreiðslurjóma.
Bakið við 190°c í 20-30 mínútur eða þar til bökurnar eru gylltar að ofan.
Pastella smjördeig
275 gr. - 399 kr. Stk.
Oumph! The Chun ...
280 gr. - 999 kr. Stk.
BelOrta sveppir ...
250 gr. - 469 kr. Stk.
First Price ste ...
2 ltr. - 999 kr. Stk.
Laukur
ca. 167 gr. - 198 kr. / kg. - 33 kr. Stk.
Hvítlaukur
200 gr. - 189 kr. Stk.
Rósmarin fersk
1 stk. - 599 kr. Stk.
Prima timían
20 gr. - 299 kr. Stk.
First Price græ ...
120 gr. - 119 kr. Stk.
Cero Coma 0% rauðvín
750 ml. - 699 kr. Stk.
Flóru lárviðarlauf
15 gr. - 150 kr. Stk.
First Price hveiti
2 kg. - 279 kr. Stk.
Oatly iMAT mat ...
250 ml. - 267 kr. Stk.
Búið í bili
Soy King sojasósa
150 ml. - 299 kr. Stk.
Saltverk flögusalt
250 gr. - 398 kr. Stk.
Prima svartur p ...
35 gr. - 360 kr. Stk.
Samtals: