Þykk þakkargjörðarloka

fyrir

4

Uppáhalds

Eldunartími

45 mín.

Undirbúa

20 mín.

Samtals:

65 mín.

Þykk þakkargjörðarloka

Innihald:

1 stk Kalkúna bringa (800-1300 g)

1 stk Súrdeigsbrauð fínt

4 stk sellerí stiklar

1,5 stk laukur

4 stk gulrætur

1 búnt steinselja

1 búnt rósmarín

1 búnt salvía

250 g smjör

1 ferna kjúklingasoð

1 pakki krónu beikon

6 stk samlokubrauðs sneiðar

1 dós amerísk trönuberjasósa

1 poki spínat

1-2 msk hveiti

Salt eftir smekk

2 tsk ólífuolía

Leiðbeiningar

Í samstarf við Víði Hólm

Kalkúnn

1

Ef kalkúnabringan er frosin leyfið henni að þiðna yfir nótt inni í ísskáp.

2

Takið smjör úr ísskápnum með góðum fyrirvara eða mýkið í örbylgjuofni.

3

Saxið alla steinseljuna, rósmarín og salvíu.

4

Í skál setjið smjörið og hæfilegt magn af kryddunum. En haldið restinni af kryddunum til hliðar fyrir restina af réttinum.

5

Blandið smjörinu og kryddinu vel saman.

6

Saltið kalkúnabringuna og smyrjið með kryddsmjörinu. En skiljið þó eftir nóg af smjöri fyrir samlokurnar.

7

Setjið inni í ofn í 170°C þar til hún nær 75°C í kjarnahita eða u.þ.b. 40-60 mín, fer eftir stærð.

8

Takið bringuna út og leyfið að hvíla í 20 mínútur áður en þið skerið.

9

Skerið þá bringuna í þunnar sneiðar, þvert á vöðvaþræðina.

10

Haldið aftur smjörsoðinu í botninum á fatinu sem bringan var á og skafið laust allt sem brúnað og bragðgott. Þetta verður notað í sósuna.

Fylling

1

Saxið jafnt af sellerí, gulrótum og lauk. Steikið með ólífuolíu pönnu við miðlungshita þar til mjúkt.

2

Saxið beikon í bita og bakið eða steikið þar til það er létt eldað.

3

Þerrið á beikonið á eldhúspappír til að taka burt óþarfa fitu.

4

Skerið samlokubrauðsneiðarnar í teninga og bakið við 120°C hita þar til þeir verða stökkir.

5

Bætið beikoninu út í pönnuna með grænmetinu og kryddið með steinselju, rósmarín og salvíu.

6

Bætið við brauðteningunum og nóg af kjúklingasoði til að létt bleyta í öllu.

7

Blandið vel og bakið í ofni við 180°C þar brúnað.

Sósa

1

Hitið “smjör-kalkúnasoðið” í sósupotti á lágum til miðlungs hita.

2

Bætið 1-2 msk af hveiti og hrærið vel saman til mynda “roux” sósugrunn.

3

Brúnið grunninn vel og rólega.

4

Hrærið og hellið kjúklingasoðinu í pörtum út í pottinn þar til æskilegt magn af sósu hefur myndast. Mikilvægt að hræra vel til að mynda ekki kekki.

5

Kryddið svo með kryddjurtunum þremur eftir smekk.

Samlokan

1

Skerið súrdeigsbrauð í þykkar sneiðar.

2

Smyrjið með kryddsmjörinu og ristið á pönnu við miðlungshita.

3

Setjið svo saman samloku með fyllingu, kalkún, sósu, spínati og trönuberja sósu.

4

Berið fram og njótið.

Vörur í uppskrift
1
Gourmet Quality ...

Gourmet Quality ...

ca. 1300 gr. - 2395 kr. / kg - 3.114 kr.

1
Gæðabakstur Súr ...

Gæðabakstur Súr ...

600 gr. - 1715 kr. / kg - 1.029 kr.

1
Sellerí

Sellerí

ca. 350 gr. - 479 kr. / kg - 168 kr.

2
Laukur

Laukur

ca. 167 gr. - 198 kr. / kg - 33 kr.

1
SFG Gulrætur SF ...

Búið í bili

SFG Gulrætur SF ...

500 gr. - 998 kr. / kg - 499 kr.

1
Steinselja fersk

Búið í bili

Steinselja fersk

1 stk. - 399 kr. / stk - 399 kr.

1
Rósmarín ferskt

Rósmarín ferskt

1 stk. - 368 kr. / stk - 368 kr.

1
Pottagaldrar salvía

Pottagaldrar salvía

1 stk. - 498 kr. / stk - 498 kr.

1
MS smjör 250gr

MS smjör 250gr

250 gr. - 1760 kr. / kg - 440 kr.

1
bowl & basket k ...

bowl & basket k ...

946 ml. - 527 kr. / ltr - 499 kr.

1
Ódýrt beikon

Ódýrt beikon

375 gr. - 2309 kr. / kg - 866 kr.

1
Ódýrt samlokubr ...

Ódýrt samlokubr ...

500 gr. - 532 kr. / kg - 266 kr.

1
Mömmu trönuberj ...

Mömmu trönuberj ...

400 gr. - 1298 kr. / kg - 519 kr.

1
Ódýrt spínat

Ódýrt spínat

200 gr. - 1850 kr. / kg - 370 kr.

1
First Price hveiti

First Price hveiti

2 kg. - 140 kr. / kg - 279 kr.

Líklega til heima
1
Maldon sjávarsalt

Maldon sjávarsalt

250 gr. - 1868 kr. / kg - 467 kr.

1
Napolina extra  ...

Búið í bili

Napolina extra ...

500 ml. - 2518 kr. / ltr - 1.259 kr.

Vörur

()

0 kr.

Samtals:

8.449 kr.