fyrir
7
Eldunartími
30 mín.
Undirbúa
10 mín.
Samtals:
40 mín.
Innihald:
4 msk smjör
4 stk hvítlauksgeirar – pressaðir eða fínt saxaðir
2 tsk þurrkað oreganó eða ítölsk kryddblanda
4 msk hveiti
500 ml kjúklinga- eða grænmetissoð
160 ml rjómi
250 gr rifinn parmesan
1–2 msk fínt söxuð VAXA steinselja
Salt
Svartur pipar
30 gr VAXA Sólblóma- og radísusprettur
6-8 stk kjúklingabringur
2 pk ferskt tagliatelle
Leiðbeiningar
Bræddu smjörið í meðalstórum potti og steiktu hvítlaukinn í smjörinu ásamt þurrkryddinu á meðalhita.
Settu hveitið út í og blandaðu því vel saman við smjörið.
Stilltu á lágan hita og helltu uþb. 100 ml í einu af soðinu, út í pottinn, og hrærðu vel á milli svo það myndist ekki kekkir.
Láttu sósuna malla á meðalhita í 2-4 mínútur, eða þar til hún þykknar vel. 5 Bættu svo rjómanum út í hrærðu vel saman við sósuna.
Settu parmesanostinn út í og hrærðu vel þangað til að osturinn bráðnar.
Bættu síðan VAXA steinseljunni út í og bragðaðu til með salti og svörtum pipar.
Kryddaðu kjúklingabrinngurnar eftir eigin smekk og steiktu á pönnu áður en þær fara í ofninn eða settu þær beint inn í 210 gráðu heitann ofn og eldaðu þær í 18-23 min eftir stærð.
Sjóðið pastað í potti með vatni samkvæmt leiðbeiningunum á pakkningunni.
Blandaðu ostasósunni og soðnu pastanu saman og komdu því fyrir á fati eða disk. Sneiddu kjúklingabringurnar og leggðu þær fallega ofan á pastað og dreifðu sprettum yfir fyrir kryddað bragð og fallegt útlit.
Grön Balance hv ...
100 gr. - 349 kr. Stk.
Prima oregano
6 gr. - 220 kr. Stk.
First Price hveiti
2 kg. - 280 kr. Stk.
Knorr grænmetis ...
100 gr. - 240 kr. Stk.
MS rjómi 250 ml
250 ml. - 373 kr. Stk.
Ambrosi parmigi ...
150 gr. - 887 kr. Stk.
VAXA steinselja
15 gr. - 379 kr. Stk.
VAXA radísu & s ...
30 gr. - 398 kr. Stk.
Ódýrt kjúklinga ...
ca. 900 gr. - 2.596 kr. / kg. - 2.336 kr. Stk.
Rana tagliatelle
250 gr. - 360 kr. Stk.
MS smjör 250gr
250 gr. - 415 kr. Stk.
Maldon sjávarsalt
250 gr. - 485 kr. Stk.
Prima svartur p ...
35 gr. - 360 kr. Stk.
Samtals: