fyrir
5
Undirbúa
20 mín.
Eldunartími
40 mín.
Samtals:
60 mín.
Innihald:
Fylling
2 egg
1 bolli púðursykur
115g smjör
1/4 bolli sykur
1 msk hveiti
1 msk mjólk
1 tsk vanilludropar
200 g pecan hnetur
Botn
155g hveiti
40g smjör
65g smjörlíki
60g vatn
Leiðbeiningar
Bræðið smjör og látið kólna. Forhitið ofninn í 200°c
Byrjið á að gera botninn. Setjið kalt smjör og smjörlíki út í hveitið og hrærið gróflega saman
Bætið svo köldu vatni rólega saman við og hrærið þar til það helst nokkurn veginn saman
Setjið deigið í ísskáp í 2 klst eða í frystinn í 20 min
Pískið eggin þar til þau verða aðeins loftkennd
Hrærið bráðnu smjöri (kældu) saman við eggin
Hrærið púðursykri, sykri og hveiti saman við
Hrærið mjólk og vanilludropum saman við og söxuðum pecan hnetum
Rúllið deigið út í hring sem er litlu stærri en formið sem á að nota
Leggið deigið í formið og mótið kantinn. Hellið síðan hnetublöndunni út í
Bakið við 200°c í 10 min og lækkið svo hitann í 175°c og bakið í 30-40 min
Kælið kökuna niður í stofuhita áður en hún er skorin og borin fram!
Nesbú Hamingjue ...
630 gr. - 1110 kr. / kg - 699 kr. stk.
Kötlu Púðursykur
500 gr. - 574 kr. / kg - 287 kr. stk.
Ms Smjör 500gr
500 gr. - 1652 kr. / kg - 826 kr. stk.
Kötlu Vanilludropar
1 stk. - 187 kr. / stk - 187 kr. stk.
Til Hamingju Pe ...
100 gr. - 4180 kr. / kg - 418 kr. stk.
First Price Smj ...
500 gr. - 540 kr. / kg - 270 kr. stk.
First Price Sykur
1 kg. - 188 kr. / kg - 188 kr. stk.
First Price Hveiti
2 kg. - 137 kr. / kg - 274 kr. stk.
Ms Léttmjólk D- ...
1 ltr. - 276 kr. / ltr - 276 kr. stk.
Til að skoða vörur í Snjallverslun