Opnunartímar

Opnunartími verslana

Sjá nánar

Einföld pekanbaka

fyrir

5

Eldunartími

40 mín.

Undirbúa

20 mín.

Samtals:

60 mín.

Einföld pekanbaka

Innihald:

Fylling

2 egg

1 bolli púðursykur

115g smjör

1/4 bolli sykur

1 msk hveiti

1 msk mjólk

1 tsk vanilludropar

200 g pecan hnetur

Botn

155g hveiti

40g smjör

65g smjörlíki

60g vatn

Leiðbeiningar

1

Bræðið smjör og látið kólna. Forhitið ofninn í 200°c

2

Byrjið á að gera botninn. Setjið kalt smjör og smjörlíki út í hveitið og hrærið gróflega saman

3

Bætið svo köldu vatni rólega saman við og hrærið þar til það helst nokkurn veginn saman

4

Setjið deigið í ísskáp í 2 klst eða í frystinn í 20 min

5

Pískið eggin þar til þau verða aðeins loftkennd

6

Hrærið bráðnu smjöri (kældu) saman við eggin

7

Hrærið púðursykri, sykri og hveiti saman við

8

Hrærið mjólk og vanilludropum saman við og söxuðum pecan hnetum

9

Rúllið deigið út í hring sem er litlu stærri en formið sem á að nota

10

Leggið deigið í formið og mótið kantinn. Hellið síðan hnetublöndunni út í

11

Bakið við 200°c í 10 min og lækkið svo hitann í 175°c og bakið í 30-40 min

13

Kælið kökuna niður í stofuhita áður en hún er skorin og borin fram!

Vörur í uppskrift
Líklega til heima