
fyrir
4
Eldunartími
130 mín.
Undirbúa
25 mín.
Samtals:
155 mín.
Innihald:
Hryggurinn
1⁄2 lambahryggur, lundarmegin
2 msk. ólífuolía
salt og pipar
1⁄2 tsk. þurrkað timían
1 tsk. hvítlauksduft
Gulræturnar
400 g gulrætur í minni kantinum
2 msk. hlynsíróp
2 msk. ólífuolía
1 msk. sítrónusafi
1⁄4 tsk. chiliduft
salt og nýmalaður svartur pipar eftir smekk
Leiðbeiningar
Í samstarfi við Gestgjafann. Uppskrift: Valgerður g. Gröndal. Mynd: Gunnar Bjarki
Hryggurinn
Skolið og þerrið hrygginn og snyrtið með beittum hníf ef þarf.
Skerið rákir í skinnið svo það myndist tíglamunstur en varist að skera of djúpt.
Setjið hrygginn í steikarpott og penslið hann með olíunni og kryddið.
Hitið ofninn í 60°C.
Setjið lokið á pottinn og bakið hrygginn í 1 1⁄2 tíma.
Takið þá hrygginn út úr ofninum og hitið grillið í ofninum upp í 250°C.
Setjið hrygginn aftur inn í ofn án loksins og grillið þar til puran á hryggnum verður fallega brún og stökk.
Berið fram með soðnum kartöflum, gulrótum og góðu salati.
Hlynsírópsgljáðar gulrætur
Hitið ofninn í 200°C.
Skolið gulræturnar og þerrið vel.
Hrærið hlynsírópi, ólífuolíu, sítrónu- safa, chilidufti, salti og pipar saman í skál.
Raðið gulrótunum í eldfast mót og hellið leginum yfir.
Bakið í 40 mín.

Kjötborð Lambah ...
ca. 3000 gr. - 4599 kr. / kg - 13.797 kr. stk.

Prima Timían
20 gr. - 14950 kr. / kg - 299 kr. stk.

Prima Hvítlauksduft
60 gr. - 6583 kr. / kg - 395 kr. stk.

Gulrætur 500gr
500 gr. - 700 kr. / kg - 350 kr. stk.

Grön Balance Hl ...
250 ml. - 3396 kr. / ltr - 849 kr. stk.

Sítrónur
115 gr. - 539 kr. / kg - 62 kr. stk.

Prima Chiliduft
30 gr. - 13300 kr. / kg - 399 kr. stk.

Grön Balance Ól ...
500 ml. - 3198 kr. / ltr - 1.599 kr. stk.

Maldon Sjávarsalt
250 gr. - 1868 kr. / kg - 467 kr. stk.

Prima Svartur p ...
35 gr. - 10286 kr. / kg - 360 kr. stk.
til að skoða vörur Snjallverslunar