Gulrótarbollakökur með rjómaostakremi

fyrir

1

Eldunartími

30 mín.

Undirbúa

30 mín.

Samtals:

60 mín.

Gulrótarbollakökur með rjómaostakremi

Innihald:

6 dl. hveiti

2 1/2 dl. sykur

3 tsk. lyftiduft

1 1/2 tsk. matarsódi

1 msk. kanill

Örlítið salt

4 dl. haframjólk

2 tsk. vanilludropar

1 1/4 dl. olía

1 msk. eplaedik

5 dl. rifnar gulrætur

1 dolla Sheese rjómaostur, hreinn

100 g Krónusmjörlíki

2-3 tsk. vanilludropar

1 pakki flórsykur (500 g)

Leiðbeiningar

Aðferð

1

Blandið saman öllum þurrefnunum í skál.

2

Hrærið haframjólkinni, vanillunni, olíunni og edikinu saman við þar til alveg kekklaust.

3

Rífið gulræturnar og blandið þeim vel saman við.

4

Setjið deigið í bollakökuform eða tvo kringlótt form og bakið í 20-25 mínútur í 180°C heitum ofni. Leyfið kökunum að kólna alveg áður en að kremið er sett á.

5

Til að gera kremið þá byrjið á því að þeyta rjómaostinn aðeins einan og sér í hrærivél. Bætið þar næst smjörlíkinu og vanilludropunum útí og þeytið aðeins saman við. Setjið síðast flórsykurinn og þeytið kremið þar til fallega slétt og fínt.

6

Smyrjið eða sprautið kreminu á bollakökurnar eða botnana og njótið. Við stráðum aðeins af valhnetum yfir kökurnar og fannst það koma alveg æðislega út.

Vörur í uppskrift
Líklega til heima

til að skoða vörur Snjallverslunar