Jarðaberja og rjómaostafyllt French toast

fyrir

2

Eldunartími

10 mín.

Undirbúa

10 mín.

Samtals:

20 mín.

Jarðaberja og rjómaostafyllt French toast

Innihald:

4 stk Samlokubrauð

2 egg

1 dl nýmjólk

1 msk smjör

1/4 tsk kanill

2 msk rjómaostur

3-4 jarðaber (fer eftir stærð)

1/2 msk hunang

Hlynsíróp

Fleiri jarðaber til að bera fram með frech toastinu

Örlítill flórsykur (má sleppa)

Leiðbeiningar

1

Skerið jarðaber niður í bita.

2

Hrærið saman rjómaostinn, hunangið og jarðaberjabitana. Skiptið blöndunni á milli tveggja brauðsneiða. Setjið aðra brauðsneið ofan á hverja sneiðina með rjómaostinum.

3

Hrærið saman egg, mjólk og kanil, ég notaði lítið eldfastmót sem passaði vel fyrir 1 samloku. Leggið samlokuna ofan í eggjablönduna, leyfið annari hliðinni að draga blönduna vel í sig og snúið svo samlokunni svo hin hliðin dragi líka eggjablönduna í sig.

4

Setjið 1/2 msk af smjöri á pönnu og stillið á meðal lágum hita. Steikið samlokuna á pönnunni og setjið lok á pönnuna. Snúið við samlokunni þegar önnur hliðin er orðin elduð (þið sjáið að brauðið er byrjað að brúnast og eggin elduð), lokið aftur pönnunni með loki svo rjómaosturinn inn í bráðni. Endurtakið fyrir hina samlokuna.

5

Sigtið örlítinn flórsykur yfir ef þið viljið, berið fram með hlynsírópi og ferskum jarðaberjum.

Vörur í uppskrift