fyrir
4
Eldunartími
30 mín.
Undirbúa
15 mín.
Samtals:
45 mín.
Innihald:
2 ýsuflök (u.þ.b. 1000-1200 g)
1 laukur
100 g hveiti
100 g kartöflumjöl
3 egg
4 dl mjólk
2 tsk salt
2 tsk pipar
Smjör til steikningar
Leiðbeiningar
Hakkið ýsuflökin og laukinn í hakkavél.
Setjið hakkið ásamt lauknum í hrærivélaskál og hrærið vel í. Bætið út í skálina hveiti og kartöflumjöli og hrærið áfram.
Setjið eggin út í hakkið eitt í einu.
Bætið mjólkinni út í, einn dl í einu, setjið aðeins mjólk þangað til þið eruð komin með góða áferð á hakkið, það á hvorki að vera of stíft né of blautt, bara þannig að það sé auðveldlega hægt að mynda bollur.
Kryddið hakkið með salt og pipar eftir smekk, um það bil 2 tsk af hvoru.
Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
Hitið pönnu og setjið smjör á pönnuna
Útbúið bollur úr hakkinu, gott er að notast við ísskeið og setjið bollurnar á heita pönnuna, steikið þangað til bollurnar á báðum hliðum þangað til þær eru gullin brúnar.
Setjið inn í ofn og bakið í 15 mín.
Berið fram með kartöflum, salati og bræddu smjöri.
Fiskverzlun Haf ...
ca. 900 gr. - 3.199 kr. / kg. - 2.879 kr. Stk.
Laukur
ca. 167 gr. - 219 kr. / kg. - 37 kr. Stk.
First Price hveiti
2 kg. - 280 kr. Stk.
Kartöflumjöl
500 gr. - 199 kr. Stk.
Nesbú hamingjuegg 6s
438 gr. - 449 kr. Stk.
MS nýmjólk
1 ltr. - 210 kr. Stk.
MS smjör 250gr
250 gr. - 415 kr. Stk.
Hætt
bowl & basket s ...
269 gr. - 899 kr. Stk.
Hætt
bowl & basket s ...
139 gr. - 999 kr. Stk.
Samtals: