Bröns

fyrir

4

Eldunartími

20 mín.

Undirbúa

20 mín.

Samtals:

40 mín.

Bröns

Innihald:

6 egg

3-4 msk rautt pestó

Salt & pipar

Fersk steinselja

10 beikonsneiðar

Amerískar pönnukökur (tilbúin blanda)

Hlynsíróp

400 g jarðaber eða bláber

170 g hindber

1-2 blóðappelsínur eða appelsínur

Grísk jógúrt

Granóla

Appelsínusafi

Leiðbeiningar

Hrærð egg með rauðu pestó og steinselju

1

Hrærið 4-6 egg í skál og steikið þau á pönnu upp úr ólífuolíu. Passið að hræra vel í þeim á meðan þau steikjast.

2

Þegar eggin eru tilbúin þá bætið þið saman við 3-4 msk rauðu pestói, salti, pipar og ferskri steinselju eftir smekk.

3

Hrærið öllu vel saman. Fallegt að skreyta með smá auka steinselju.

Bakað beikon

1

Leggið beikonsneiðar á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið í 10-15 mínútur við 200°C á blæstri eða þar til beikonið er orðið stökkt og gott.

Amerískar pönnukökur

1

Blandið saman í skál pönnuköku þurrefnablöndunni, mjólk, egg og ólífuolíu eftir leiðbeiningum á pakkningu.

2

Hitið pönnu og setjið örlitla ólífuolíu. Steikið ca. 1 dl af pönnukökudeiginu í einu á meðalheitri pönnunni. Snúið pönnukökunum við þegar loftbólur eru komnar í deigið.

3

Berið fram með hlynsírópi, jarðaberjum, hindberjum og appelsínusneiðum.

Grísk jógúrt með granóla

1

Setjið gríska jógúrt eftir smekk í litlar skálar eða glös.

2

Dreifið granóla, jarðaberjum, hindberjum og hlynsírópi yfir eftir smekk.

Vörur í uppskrift
Líklega til heima