Sígilt biscotti

fyrir

4

Uppáhalds

Eldunartími

45 mín.

Undirbúa

45 mín.

Samtals:

90 mín.

Sígilt biscotti

Innihald:

3 msk. haframjólk

1,2 dl hrásykur

4 msk. flórsykur

1 tsk. möndludropar

1 tsk. vanilludropar

1 egg

3 msk. olía

100 g möndlur með hýði

5 dl. hveiti

1 1⁄2 tsk. lyftiduft

klípa af salti

Leiðbeiningar

Í samstarfi við Gestgjafann

1

Stillið ofninn á 175°C með blæstri.

2

Blandið haframjólk, olíu, hrásykri, flórsykri, eggi, vanilludropum og möndludropum í skál og þeytið í um mínútu.

3

Blandið þá möndlunum við og hrærið létt saman.

4

Setjið næst hveiti, lyftiduft og salt í blönduna og blandið saman með sleif.

5

Þegar deigið er komið ágætlega saman setjið það á borð og hnoðið þar til það helst vel.

6

Ef deigið er ennþá svolítið blautt getið þið bætt við klípu af hveiti en passið að hnoða deigið ekki of mikið.

7

Skiptið deiginu i tvennt, mótið tvær lengjur á bökunarpappír og fletjið lengjurnar aðeins út svo þær myndi betur „biscotti-form“.

8

Bakið í 25 mínútur og takið þær síðan út og leyfið þeim að kólna í um 20 mínútur.

9

Skerið lengjurnar næst skáhallt niður í sneiðar og setjið aftur í ofninn í 10 mínútur.

10

Snúið þeim þá við og setjið aftur inn í aðrar 10 mínútur.

11

Takið þá kökurnar út og leyfið þeim að kólna áður en þið njótið þeirra með kaffinu.

Vörur í uppskrift
1
Heiða haframjólk

Heiða haframjólk

1 ltr.  - 343 kr. Stk.

1
DDS hrásykur

DDS hrásykur

500 gr.  - 360 kr. Stk.

1
DDS flórsykur

DDS flórsykur

500 gr.  - 218 kr. Stk.

1
Kötlu möndludropar

Kötlu möndludropar

1 stk.  - 188 kr. Stk.

1
Kötlu vanilludropar

Kötlu vanilludropar

1 stk.  - 188 kr. Stk.

1
Nesbú hamingjuegg 6s

Búið í bili

Nesbú hamingjuegg 6s

6 stk.  - 439 kr. Stk.

1
ISIO4 matarolía

ISIO4 matarolía

1 ltr.  - 620 kr. Stk.

1
Krónu möndlur í hýði

Krónu möndlur í hýði

500 gr.  - 769 kr. Stk.

1
First Price hveiti

First Price hveiti

2 kg.  - 298 kr. Stk.

1
Gestus lyftiduft

Gestus lyftiduft

225 gr.  - 299 kr. Stk.

Líklega til heima
1
Jamie Oliver sa ...

Jamie Oliver sa ...

350 gr.  - 999 kr. Stk.

Mælum með
Belmio lungo de ...

Belmio lungo de ...

10 stk.  - 489 kr. Stk.

Vörur

()

Samtals:

3.283 kr.