Við leggjum okkur ávallt fram við að ráða til starfa hæft fólk sem hefur metnað til að ná árangri í starfi. Við stöndum faglega að ráðningum í samræmi við jafnréttisstefnu og hæfnikröfur starfanna.
Við ráðum einstaklinga með fjölbreytta hæfni, viðhorf og þekkingu.
Hér má finna þau störf sem eru í boði hjá Krónunni.
Áhersla er á að upplifun starfsmann sé góð frá upphafi og mikil áhersla lögð á góða móttöku nýliða og nýliðafræðslu.
Félagið rekur sinn eigin skóla og er kennsla bæði í formi rafrænnar kennslu og staðkennslu.
Við uppbyggingu öflugrar liðsheildar leggjum við áherslu á fræðslu og starfsþróun.
Starfsfólk er hvatt til að efla sig og vaxa í starfi með því að taka virkan þátt í fræðslustarfi en starfsfólki stendur til boða fjölbreytt úrval námskeiða, rafræn og hefðbundin.
Starfsfólk er hvatt til að taka frumkvæði og ábyrgð á eigin þekkingu og færni.
Jafnrétti er mikilvægt að hafa í forgrunni í öllum ákvörðunum sem snúa að mannauði og störfum við í samræmi við jafnréttisstefnu.
Jafnlaunastefna tryggir að fyllsta jafnréttis sé gætt á meðal starfsmanna þar sem stuðlað er að jafnri stöðu og virðingu allra. Hver starfsmaður er metin að eigin verðleikum og allir hafi jafn tækifæri í samræmi við lög 86/2018. Útgáfa 1 2021 Mannauðsstefna
Áhersla er lögð á markvissa upplýsingagjöf til starfsfólks og að upplýsingum sé miðlað í rétta átt á hverjum tíma.
Aðgengi að upplýsingum er mikilvægt svo starfsfólk geti sinnt starfi sínu vel og náð árangri.
Áhersla er lögð á að skapa starfsfólki gott og hvetjandi starfsumhverfi þar sem þarfir starfsfólks og viðskiptavina fara saman.
Mikilvægt er að vinnuaðstaða og tækjabúnaður sé eins og best er á kosið og aðstæður leyfa.
Við sköpum starfsfólki starfsumhverfi í samræmi við jafnréttisstefnu þar sem öllum getur liðið vel við dagleg störf og einelti, kynferðisleg áreitni og annað ofbeldi er ekki liðið.
Umhverfismál og samfélagsleg ábyrgð er virkur grunnur hjá okkur með það að leiðarljósi að gera sífellt betur og vinna sífellt að framförum.
Heilsa starfsmanna er lykilþáttur í velgengni og í samstarfi við Heilsuvernd er sá þáttur lagður að grundvelli með áhersla er á heilsutengdar forvarnir.
Fjölbreytt og skemmtilegt starfsfólk gerir vinnustaðinn eftirsóknarverðan og skemmtilegan. Boðið er upp á fjölda viðburða árlega sem annað hvort er skipulagðir af starfsmannafélagi, starfsfólkinu eða vinnustaðnum.
Starfsandi og líðan starfsfólks er mikilvægur þáttur í starfseminni og vinnustaðagreining er lögð fyrir árlega þar sem mæld er heildaránægja og gripið til aðgerða ef þörf er á.