Matarbúrið

Krónan er í samstarfi við Samtök smáframleiðenda matvæla og hefur stillt vörum smáframleiðenda sérstaklega fram í verslunum. Matarbúrið flakkar á milli verslana og er nú í Lindum, Flatahrauni, Selfossi, Bíldshöfða, Granda og Mosfellsbæ.

Við viljum efla íslenska matvælaframleiðendur

Við viljum tryggja sýnileika fyrir allar þær frábæru vörur sem íslenskir matvælaframleiðendur eru að þróa, þannig tryggjum við saman fjölbreytni í íslensku vöruúrvali.

Hver smáframleiðandi er með sína vöru í nokkrar vikur í búðinni og svo koma vörur frá öðrum framleiðendum.

Framstilling af matarbúrinu