Vistvæn og niðurbrjótanleg kaffihylki frá Te & Kaffi sem henta í Nespresso vélar. Bragðmikið, þétt og ljúft. Java Mokka er ein elsta kaffiblanda heims og hefur verið þekkt og eftirsótt hjá kaffidrykkjufólki í margar aldir. Talið er að arabískir kaupmenn hafi fyrst komið með kaffi frá Eþíópíu til Jemen gegnum Mochahöfnina. Kaffið tengir góða mýkt og fyllingu frá Indónesíu við bjarta tóna Afríku sem gefur kaffinu einstakt jafnvægi.