
fyrir
4
Eldunartími
105 mín.
Undirbúa
20 mín.
Samtals:
125 mín.
Innihald:
Vegan-pavlova
Vökvi úr einni kjúklingabaunadós
175 g lífrænn sykur
1 tsk. lífrænir vanilludropar
1 tsk. Cream of Tartar
Á milli
1 ferna Oatly þeytanlegur jurtarjómi
1 stór askja jarðarber
Leiðbeiningar
Í samstarfi við gestgjafann. Umsjón/ Arna Engilbertsdóttir Mynd/ Gunnar Bjarki.
Hitið ofninn í 130°C með blæstri.
Teiknið tvo hringi á bakhlið bökunarpappírs þannig að hægt sé að gera tvo jafnstóra marengsbotna.
Þeytið saman vökvann úr kjúklingabaunadós og Cream of Tartar á hárri stillingu í 5 mínútur eða þar til áferðin verður loftkennd og hefur tvöfaldast í stærð.
Haldið áfram að þeyta og bætið við einni teskeið af sykri í einu ásamt vanilludropunum.
Áferðin verður mjög stíf og glansandi.
Skiptið blöndunni í tvennt og dreifið eftir hringnum á bökunarpappírnum. 7 Bakið í 90 til 105 mínútur.
Slökkvið á ofninum og leyfið kökunum að kólna alveg yfir nótt eða í a.m.k. fjóra klukkutíma.
Þeytið rjóma og dreifið helmingnum yfir neðri botninn.
Raðið jarðarberjum í rjómann og setjið svo hinn botninn ofan á.
Toppið með restinni af rjómanum og jarðarberjum.

Grön Balance Kj ...
400 gr. - 548 kr. / kg - 219 kr. stk.

First Price Hrásykur
1 kg. - 499 kr. / kg - 499 kr. stk.

Taylor & Colled ...
50 ml. - 15980 kr. / ltr - 799 kr. stk.

Mccormic Cream ...
43 gr. - 12302 kr. / kg - 529 kr. stk.

Oatly Imat Mat ...
250 ml. - 1068 kr. / ltr - 267 kr. stk.

Jarðarber Ideal ...
400 gr. - 2448 kr. / kg - 979 kr. stk.
til að skoða vörur Snjallverslunar