fyrir
6
Eldunartími
30 mín.
Undirbúa
30 mín.
Samtals:
60 mín.
Innihald:
Kakan
500 g Linda Ben Ljúffeng vanillukaka þurrefnablanda
3 egg
150 g brætt smjör eða150 ml bragðlítil olía
1 dl vatn
Kremið
400 g mjúkt smjör
500 g flórsykur
1 tsk vanilludropar
1 dl rjómi
Leiðbeiningar
Kakan
Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
Setjið þurrefnablönduna, egg, brætt smjör/olíu og vatn í skál.
Hrærið rólega saman í 3-4 mínútur eða þar til deigið hefur samlagast og orðið glansandi.
Smyrjið tvö 20 cm smelluform og skiptið deiginu á milli formanna. Bakið í u.þ.b. 25 mín eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn.
Kælið botnana að stofuhita og útbúið kremið á meðan (sjá neðar).
Setjið einn kökubotn á disk og 173 af kreminu ofan á hann, sléttið úr kreminu.
Setjið seinni botninn ofan á kremið, setjið það sem eftir er af kreminu ofan á og á hliðar kökunnar.
Sléttið úr kreminu og skreytið að vild.
Ljúffenga vanillukremið
Hrærið smjörið þar til það er létt og ljóst.
Bætið flórsykrinum saman við og hrærið þar til létt og loftmikið.
Bætið rjómanum og vanilludropunum út í og hrærið þar til silkimjúkt.
Linda Ben vanil ...
500 gr. - 959 kr. Stk.
Búið í bili
Stjörnuegg stór ...
405 gr. - 465 kr. Stk.
MS smjör 500gr
500 gr. - 770 kr. Stk.
DDS flórsykur
500 gr. - 218 kr. Stk.
Kötlu vanilludropar
1 stk. - 187 kr. Stk.
Búið í bili
MS rjómi 250 ml
250 ml. - 372 kr. Stk.
Samtals: