Tómatsúpa og grillaðar samlokur

fyrir

4

Eldunartími

40 mín.

Undirbúa

30 mín.

Samtals:

70 mín.

Tómatsúpa og grillaðar samlokur

Innihald:

Tómatsúpa: 

2 msk ólífuolía

2 msk vegan smjörlíki til að steikja með

1 laukur

2 meðalstórar gulrætur

3 dósir niðursoðnir heilir tómatar

2 lárviðarlauf

2 grænmetisteningar

500 ml vatn

2 tsk salt

1/2-1 tsk sykur

1 ferna (250 ml) vegan matreiðslurjómi

Sirka 6 fersk basilikulauf

salt og pipar til að smakka til

Grillaðar samlokur: 

Gott brauð að eigin vali

Vegan smjör

Rifinn vegan ostur

Vegan majónes

Leiðbeiningar

Súpan:

1

Saxið laukinn og skerið niður gulrætur. Steikið laukinn upp úr vegan smjöri og ólífuolíu í sirka 2 mínútur eða þar til hann mýkist. Hrærið í á meðan svo hann brenni ekki við.

2

Bætið svo gulrótunum ofan í og steikið í nokkrar mínútur í viðbót á meðan þið hrærið í.

3

Bætið saman við tómötunum, vatninu, grænmetiskraftinum, lárviðarlaufunum, salti og pipar og leyfið súpunni að malla í sirka 30 mínútur.

4

Fjarlægið lárviðarlaufin og blandið súpuna með töfrasprota. Bætið svo rjómanum og sykrinum út í og leyfið súpunni að hitna þar til er næstum farin að malla.

5

Toppið með basiliku. 

Samlokurnar: 

1

Hitið pönnu.

2

Smyrjið brauðsneiðarnar með vegan smjöri að innan, setjið rifinn ost á og lokið samlokunni.

3

Smyrjið smávegis af vegan majónesi á utanverðar sneiðarnar. Það gefur samlokunum enn betri lit og stökkari áferð. Ef þið viljið sleppa því er hægt að nota vegan smjör.

4

Steikið þar til samlokan fær á sig gylltan lit. Snúið henni þá yfir. Ég mæli með því að setja svo 1-2 vatnsdropa á pönnuna og lok yfir. Það hjálpar ostinum að bráðna.

Vörur í uppskrift
Líklega til heima

til að skoða vörur Snjallverslunar