Tómatsúpa með chili og basilíku

fyrir

4

Eldunartími

25 mín.

Undirbúa

15 mín.

Samtals:

40 mín.

Tómatsúpa með chili og basilíku

Innihald:

½ blaðlaukur

1 rauð paprika

½ laukur

1 hvítlauksrif

3 msk. ólífuolía

1 dós hakkaðir tómatar

3 msk. tómatpúrra

6 dl kjúklingasoð (6 dl sjóðandi vatn + 2 kjúklingakraftsteningar)

2 msk. sæt chili-sósa

½ rautt chili-aldin (eða eftir smekk)

3 msk. rjómaostur

4 msk. fersk basilíka,söxuð

salt og svartur pipar

Leiðbeiningar

Í samstarfi við Gestgjafann

1

Skolið blaðlaukinn og paprikuna og skerið í bita.

2

Skerið laukinn í bita, pressið hvítlaukinn og mýkið í ólífuolíunni við meðalhita.

3

Bætið hökkuðum tómötum og tómatpúrru saman við ásamt kjúklingasoðinu.

4

Hleypið suðunni upp, lækkið svo hitann og látið súpuna malla í um það bil 10 mín.

5

Bætið sætri chili­sósu saman við ásamt söxuðu chili­aldini, rjómaosti og basilíku.

6

Maukið súpuna vel með töfra­sprota, bragðbætið með salti og pipar og berið fram strax með góðu brauði.

Vörur í uppskrift
Líklega til heima

til að skoða vörur Snjallverslunar