Tófú í kókos-karrí

fyrir

4

Eldunartími

35 mín.

Undirbúa

5 mín.

Samtals:

40 mín.

Tófú í kókos-karrí

Innihald:

1 laukur, fínt skorinn

2-3 msk. rautt karrímauk

1⁄2 tsk. lífrænt túrmerik

3 lárviðarlauf

1 dós lífræn kókosmjólk

450 g lífrænt tófú, skorið í litla teninga

160 g frosnar lífrænar grænar baunir

2 rauðar paprikur, skornar í lengjur

100 g ferskar sykurbaunir

salt og pipar, eftir smekk

mynta, eftir smekk

kóríander, eftir smekk

kókosflögur, eftir smekk

Leiðbeiningar

Í samstarfi við Gestgjafann. Uppskrift: Arna Engilbertsdóttir - www.fræ.com.

1

Byrjið á því að steikja laukinn á vægum hita með örlítilli olíu eða vatni

2

Bætið svo karrímaukinu út í.

3

Bætið kókosmjólk, túrmeriki, lárviðarlaufum, tófú, papriku og baunum út í.

4

Saltið og piprið eftir smekk og látið malla við væga suðu í u.þ.b. 20 mínútur.

5

Toppið með lífrænum kókosflögum, kóríander og myntu.

Vörur í uppskrift
Líklega til heima