Þorskur í töfrandi búning

fyrir

4

Eldunartími

20 mín.

Undirbúa

10 mín.

Samtals:

30 mín.

Þorskur í töfrandi búning

Innihald:

600 g Þorskur eða ýsa

1 pk. Takkó krydd

4 msk. Ólífu olía

Kirsuberjatómatar

1 stk. Mangó

1/2 Rauðlaukur

Bananapipar í krukku (3-4 stk)

1 stk. Límóna

Kóríander

Mexíkó flögu

Leiðbeiningar

Þorskur í töfrandi búning

1

Hitið ofninn í um 180 gráður.

2

Setjið smávegis olífu olíu í ofnfast mót og fiskinn svo ofan í.

3

Kreistið smá lime yfir og kryddið með takkó kryddinu. Magn eftir smekk. Setjið í heitan ofninn.

4

Takið fiskinn út eftir um það bil 20 mín.

5

Skerið tómata, banapipar, mangó og 1/2 rauðlauk og smávegis kóríander smátt hellið yfir fiskinn þegar hann er komin úr ofninum.

6

Látið snakkið rigna yfir allt fatið og voila... Töfrandi fiskur!

Vörur í uppskrift
Líklega til heima

til að skoða vörur Snjallverslunar