Tagliolini með risarækju

fyrir

4

Eldunartími

10 mín.

Undirbúa

15 mín.

Samtals:

25 mín.

Tagliolini með risarækju

Innihald:

1 pk Rummo Tagliolini N°93

1 krukka Rummo Arrabbiata pasta sósa

500 g óelduð risarækja (frosin)

4-6 hvítlauksrif, söxuð

1-2 dl fersk steinselja, söxuð

1/2 stk sítróna, ferskur sítrónu safi

1 tsk chili flögur

4-6 msk jómfrúar ólífuolía

Salt, eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Þýðið risarækjuna í köldu vatni eða yfir nótt í ísskáp.

2

Saxið hvítlauk og ferska steinselju.

3

Hellið ólífuolíu í pönnu, steikið hvítlaukinn við vægan hita þar til hann er mjúkur.

4

Bætið við chili flögum og blandið.

5

Setjið rækjurnar pönnuna, saltið þær vel og steikið við miðlungsháan hita.

6

Kreistið sítrónusafa yfir rækjunar og bætið við steinseljunni.

7

Takið svo rækjurnar af pönnunni og setjið til hliðar þegar þær eru full eldaðar.

8

Í sömu pönnu bætið út í krukku af Rummo Arrabbiata og leyfið að malla við vægan hita.

9

Gott að setja smá vatn í krukkuna, lokið á og hrista til því sem er eftir á botinum úr henni. Auka vatnið mun gufa upp við eldun.

10

Hitið stóran pott af vatni að suðu og saltið vatnið vel.

11

Bætið Rummo Tagliolini pasta út í pottinn.

12

Eftir að pastað hefur soðið í 2-3 mínútur, bætið því út í sósuna og blandið vel.

13

Gott er að bæta smá af pastasoðinu með eftir smekk, til að þykkja sósuna.

14

Bætið rækjunum aftur í pönnuna. Toppið með steinselju laufi og berið fram.

Vörur í uppskrift
Líklega til heima