
fyrir
4
Eldunartími
60 mín.
Undirbúa
20 mín.
Samtals:
80 mín.
Innihald:
15 g þurrkaðir sveppir
ólífuolía, til steikingar
1 laukur, skorinn smátt
2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
500 g blandaðir sveppir, t.d. kastaníusveppir og ostrusveppir, skornir í þunnar sneiðar
1 msk. dökkt miso-mauk
2 msk. möndlusmjör
450 g kókosmjólk
u.þ.b. ¼ tsk. sjávarsalt
örlítill svartur pipar
hnefafylli ferskar kryddjurtir, skornar, t.d. graslaukur og steinselja
hrísgrjón eða brauð, til að bera fram með
Leiðbeiningar
Í samstarfi við Gestgjafann
Setjið þurrkaða sveppi í hitaþolna skál og hellið 150 ml af sjóðandi heitu vatni yfir.
Látið standa í 15-20 mín.
Hitið stóra pönnu með ½ msk. af olíu.
Steikið lauk í 5-6 mín. eða þar til hann er mjúkur.
Bætið við hvítlauk og steikið áfram í 2-3 mín. eða þar til laukurinn er byrjaður að karamellíserast.
Bætið fersku sveppunum saman við laukinn á pönnunni og eldið í 10 mín. eða þar til sveppirnir eru mjúkir.
Hrærið miso-mauki og möndlusmjöri saman við sveppablönduna.
Bætið því næst kókosmjólk og þurrkuðu sveppunum við ásamt vökvanum sem þeir lágu í.
Hér er gott að sigta vatnið sem sveppirnir voru í til að ganga úr skugga um að engin óhreinindi séu í vatninu.
Hrærið allt vel saman og látið blönduna koma upp að suðu.
Lækkið örlítið undir pönnunni og látið malla í 20 mín.
Ef blandan er of þykk má bæta örlitlu vatni saman við.
Bragðbætið með salti og pipar.
Hrærið graslauk og steinselju saman við, rétt áður en þetta er borið fram með soðnum hrísgrjónum eða brauði.

Sylva furusvepp ...
1 stk. - 1229 kr. / stk - 1.229 kr. stk.

Laukur
ca. 167 gr. - 168 kr. / kg - 28 kr. stk.

Hvítlaukur
200 gr. - 945 kr. / kg - 189 kr. stk.

Flúða kastaníus ...
150 gr. - 3327 kr. / kg - 499 kr. stk.

Flúða sveppir í boxi
250 gr. - 1944 kr. / kg - 486 kr. stk.

Krónu möndlusmjör
340 gr. - 2576 kr. / kg - 876 kr. stk.

First Price lét ...
400 ml. - 498 kr. / ltr - 199 kr. stk.

VAXA steinselja
15 gr. - 25267 kr. / kg - 379 kr. stk.

Graslaukur ferskur
1 stk. - 368 kr. / stk - 368 kr. stk.