Súper Nachos

fyrir

2

Eldunartími

15 mín.

Undirbúa

15 mín.

Samtals:

30 mín.

Súper Nachos

Innihald:

Kjúklingastrimlar

Doritos snakk að eigin vali

Ostablanda

Rauðar nýrnabaunir

Pastasósa með ristuðum hvítlauk

Maískorn

Jalapenos í sneiðum

Sýrður rjómi 10%

Leiðbeiningar

1

Dreifið 1/4 af Doritos flögum í botninn á eldföstu móti. Setjið kjúklingastrimlana ofan á og bætið við smá ostablöndu og salsasósu.

2

Skerið lauk í þunna strimla, bætið við nýrnabaunum, jalapenos og maískornum.

3

Endurtakið svo leikinn og byrjið á Doritos flögum og svo koll af kolli. Að lokum stráið ost yfir og setjið í ofn á 180 gráður í 15 mínútur.

4

Berið fram með sýrðum rjóma og salsasósu.

Vörur í uppskrift