Súkkulaðitré

fyrir

2

Eldunartími

20 mín.

Undirbúa

20 mín.

Samtals:

40 mín.

Súkkulaðitré

Innihald:

Smjördeig, einn pakki eða tvær rúllur

200 g súkkulaðismjör

Leiðbeiningar

Í samstarfi við Gestgjafann. Umsjón: Maríanna Björk Ásmundsdóttir, Jóhanna Vigdís Ragnhildardóttir og Jóhanna Hlíf Magnúsdóttir. Myndir: Gunnar Bjarki og Jóhanna Vigdís

1

Leyfið smjördeiginu að þiðna ef það var í frysti.

2

Hitið ofninn í 200°C.

3

Skiptið smjördeigplötunum upp í tvennt.

4

Skerið út tvö eins jólatré, nóg að gera þríhyrning.

5

Smyrjið því næst helminginn af smjördeiginu með súkkulaðismjöri.

6

Leggið svo hinn helminginn yfir svo jólatréð lokist.

7

Skerið ræmur í tréð sitthvorum megin og snúið til þess að mynda greinar.

8

Þá getur verið gaman að nota smákökuform til þess að skera út í deigið og baka með.

9

Bakið eins og smjördeigið segir til um í 12-­20 mínútur.

Vörur í uppskrift