Súkkulaðimús

fyrir

4

Eldunartími

10 mín.

Undirbúa

120 mín.

Samtals:

130 mín.

Súkkulaðimús

Innihald:

1 l rjómi

2 plötur suðusúkkulaði

1 tsk vanilludropar

1 msk flórsykur

Leiðbeiningar

Í samstarfi við Gestgjafann.

1

Hellið 500 ml af rjóma í pott og hitið á lágum hita.

2

Þegar rjóminn er orðinn ágætlega heitur er suðusúkkulaðið brotið niður og bætt út í.

3

Hrærið rólega þangað til allt hefur blandast vel saman.

4

Leyfið blöndunni að kólna við stofuhita.

5

Þeytið restina af rjómanum þangað til að hann er orðinn stífur og hellið þá súkkulaðiblöndunni rólega saman við.

6

Setjið síðan flórsykur og vanilludropa út í og hrærið rétt saman við.

7

Hellið blöndunni í 4­6 glös og geymið inni í ísskáp í 2 tíma eða yfir nótt.

Vörur í uppskrift