Djúsí súkkulaði-og kúrbítskaka

fyrir

6

Eldunartími

60 mín.

Undirbúa

25 mín.

Samtals:

85 mín.

Djúsí súkkulaði-og kúrbítskaka

Innihald:

2 egg

115 ml olía

180 g sykur

1 tsk. vanilludropar

125 g hveiti

40 g kakó

1⁄2 tsk. salt

1 tsk. lyftiduft

220 g kúrbítur, rifinn og mesti vökvinn kreistur úr

120 g suðusúkkulaði, saxað

Leiðbeiningar

Í samstarfi við Gestgjafann.

1

Forhitið ofninn í 175°C.

2

Setjið egg, olíu, sykur og vanilludropa í stóra skál og hrærið lauslega saman.

3

Blandið þurrefnunum saman við og hrærið áfram.

4

Bætið kúrbítnum því næst saman við blönduna ásamt saxaða súkkulaðinu og hrærið þar til allt hefur samlagast vel.

5

Hellið deiginu í 26x10 cm form sem búið er að klæða með bökunarpappír.

6

Bakið í um 60 mín. eða þar til tannstöngull, sem stungið er í kökuna miðja, kemur út hreinn.

7

Látið kólna eilítið áður en kakan er skorin í sneiðar.

Vörur í uppskrift
Líklega til heima