Fljótleg snitta með reyktum laxi, piparrót og dilli

fyrir

4

Eldunartími

0 mín.

Undirbúa

30 mín.

Samtals:

30 mín.

Fljótleg snitta með reyktum laxi, piparrót og dilli

Innihald:

200 gr. Reyktur landeldislax

15 stk blinis pönnukökur

Einnig er hægt að nota snittubrauð, skera það í sneiðar og baka með ólífuolíu í stað blinis.

1 krukka Piparrótarmæjónes frá Stonewall

1 stk. Piparrót

1 pakki VAXA dill

Leiðbeiningar

1

Skerðu laxinn í eins þunnar sneiðar og mögulegt er.

2

Saxaðu dillið smátt og hrærðu út í piparrótarmæjónesið. Geymdu nokkra fallega dillstilka til skreytingar.

3

Settu u.þ.b. 1. teskeið af mæjónesinu á pönnukökurnar eða snittubrauðið.

4

Leggðu laxasneiðarnar ofan á. Gaman er að leika sér smá með framsetningu og prófa sig áfram með að fá form og hæð í sneiðarnar.

5

Skrældu piparrótina og notaðu fínt rifjárn til að rífa vænan skammt yfir snitturnar.

6

Skreyttu með dilli.

Vörur í uppskrift