fyrir
4
Eldunartími
12 mín.
Undirbúa
10 mín.
Samtals:
22 mín.
Innihald:
100 g brætt smjör
150 g ljós púðursykur
100 g sykur
1 egg
1 tsk vanillu dropar
100 g biscoff spread
180 g hveiti
1 tsk salt
1/2 tsk matarsódi
170 g hvítt súkkulaði
Leiðbeiningar
Í samstarfi við tinnath
Hitið ofninn – 160 gráður blástur
Bræðið smjörið við vægan hita
Þeytið saman smjör, ljósan púðursykur og sykur
Bætið við eggi og vanilludropum
Bætið við Biscoff spread
Næst notið þið sigti og setjið hveiti, salt og matarsóda í gegnum sigtið og ofaní blönduna. Blandið svo varlega með sleikju.
Skerið niður hvítt súkkulaði (ef þú ert að nota súkkulaði plötu) í grófa bita og blandið saman við deigið með sleikju
Rúllið deiginu upp í kúlur og bakið í ofni í 10-12 mínútur (mismunandi eftir ofnum – ég var með mínar í 12 en hann er oftast lengur en aðrir)
Takið kökurnar úr ofninum og setjið á bökunargrind svo þær geti kólnað almennilega
Lotus biscoff s ...
400 gr. - 1748 kr. / kg - 699 kr.
DDS púðursykur
500 gr. - 460 kr. / kg - 230 kr.
MS smjör 250gr
250 gr. - 1760 kr. / kg - 440 kr.
Nesbú hamingjuegg 6s
438 gr. - 1025 kr. / kg - 449 kr.
First Price Sykur
1 kg. - 210 kr. / kg - 210 kr.
Kötlu vanilludropar
1 stk. - 187 kr. / stk - 187 kr.
Grön Balance hveiti
1 kg. - 299 kr. / kg - 299 kr.
Gestus matarsódi
140 gr. - 1136 kr. / kg - 159 kr.