fyrir
26
Eldunartími
10 mín.
Undirbúa
10 mín.
Samtals:
20 mín.
Innihald:
1,2 dl púðursykur
50 g smjör (við stofuhita)
1 egg
2 dl hvítir súkkulaðidropar frá Bowl and Basket
1 tsk vanilludropar
2 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1 dl möndlumjöl
1½ dl ljósir súkkulaðidropar frá Bowl and Basket.
Leiðbeiningar
Aðferð
Bræðið 1 dl af hvítu súkkulaði yfir vatnsbaði.
Hrærið saman smjör og púðursykur.
Bætið egginu saman við og hrærið þar til blandan verður létt og ljós.
Bætið við hvíta súkkulaðinu og vanilludropum og hrærið.
Sigtið hveiti og lyftidufti út í blönduna og hrærið.
Að lokum bætið við möndlumjöli, 1 dl af hvítum súkkulaðidropum og 1½ dl af ljósum súkkulaðidropum. Hrærið rólega saman. Gott að kæla deigið.
Notið teskeið og hendurnar til þess að móta litlar kúlur úr deiginu. Dreifið á smjörpappírsklædda bökunarplötu og passið að hafa gott bil á milli þeirra.
Bakið við 180°C í 8-10 mínútur og njótið. Stökkar að utan, mjúkar að innan!
Kötlu púðursykur
500 gr. - 544 kr. / kg - 272 kr.
MS smjör 500gr
500 gr. - 1540 kr. / kg - 770 kr.
Stjörnuegg vist ...
816 gr. - 938 kr. / kg - 765 kr.
Búið í bili
Nóa rjómasúkkul ...
150 gr. - 3127 kr. / kg - 469 kr.
Kötlu vanilludropar
1 stk. - 187 kr. / stk - 187 kr.
Kornax hveiti
2 kg. - 180 kr. / kg - 360 kr.
Royal lyftiduft ...
200 gr. - 1700 kr. / kg - 340 kr.
Gestus möndlumjöl
200 gr. - 2495 kr. / kg - 499 kr.
Samtals: