fyrir
4
Eldunartími
20 mín.
Undirbúa
10 mín.
Samtals:
30 mín.
Innihald:
2 dósir skornir tómatar
1 stk. rauð paprika, söxuð
1/2 laukur, saxaður
4-6 stk. hvítlauksrif, söxuð
1 tsk. Harissa krydd
4 egg
1/2 þurrkuð steinselja
2 msk. ólífuolía
Salt, eftir smekk
4 sneiðar samlokubrauð
Leiðbeiningar
Að hætti Víðis Hólm
Saxið rauða papriku, lauk og hvítlauksrif.
Steikið grænmetið upp úr ólífuolíu þar til mjúkt og saltið létt.
Kryddið með Harissa kryddi (líka hægt að skipta út fyrir papriku, cayenne, cumin og hvítlauksduft).
Bætið við dós af tómötum, blandið og leyfið að krauma í 10-20 mínútur þar til sósan þykkist. Saltið létt.
Lækkið hitan í létt kraum og búið til litlar holur með sleif fyrir eggin. Brjótið 4 egg ofan í holurnar.
Setjið lok á pönnuna og leyfið gufunni að elda eggin í 5-8 mínútur (hægt að nota álpappír ef ekki er til lok).
Takið lokið af og takið pönnuna af hitanum þegar hvítan hefur sest og er þétt.
Toppið með þurrkaðri steinselju (og meira Harissa kryddi ef þið viljið meiri hita).
Berið fram með ristuðu brauði eða brauði steiktu úr ólífuolíu. Einnig má nota pítu brauð.
First Price tóm ...
400 gr. - 340 kr. / kg - 136 kr.
paprika rauð
240 gr. - 779 kr. / kg - 187 kr.
Laukur
ca. 167 gr. - 168 kr. / kg - 28 kr.
Hvítlaukur
200 gr. - 945 kr. / kg - 189 kr.
Kryddhúsið hari ...
50 gr. - 11980 kr. / kg - 599 kr.
Nesbú lífræn egg
630 gr. - 1475 kr. / kg - 929 kr.
Náttúra Kryddj. ...
20 gr. - 18400 kr. / kg - 368 kr.
Ódýrt samlokubr ...
500 gr. - 550 kr. / kg - 275 kr.