Sætkartöflupottur með hnetusmjöri

fyrir

4

Eldunartími

45 mín.

Undirbúa

15 mín.

Samtals:

60 mín.

Sætkartöflupottur með hnetusmjöri

Innihald:

Fyrri hluti

1 dós tómatsósa

3 msk. hnetusmjör, mjúkt

2 tsk. reykt paprikuduft

1⁄2 tsk. kóríander

1⁄2 tsk. cayenne-pipar

salt og svartur pipar

Seinni hluti

2 msk. ólífuolía

1 laukur, saxaður

3 hvítlauksrif, pressuð

2 meðalstórar sætar kartöflur x2

1 msk. ferskt engifer, rifið

3 gulrætur

100 g spínat

5 dl kjúklingasoð

Leiðbeiningar

Í samstarfi við Gestgjafann

Fyrri hluti

1

Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél og vinnið vel saman þar til sósan er samfelld og mjúk.

2

Setjið til hliðar.

Seinni hluti

1

Hitið ofninn í 200°C.

2

Setjið olíuna á meðalheita pönnu og steikið lauk og hvítlauk þar til hann verður glær og mjúkur en brúnið ekki.

3

Skrælið sætar kartöflur og gulrætur, skerið í litla bita og setjið í stórt eldfast mót ásamt engiferi og spínati.

4

Bætið laukum saman við og hellið sósunni og kjúklingasoði þar yfir.

5

Setjið lok eða álpappír yfir mótið og bakið í 30 mínútur.

6

Hrærið varlega í réttinum þegar hann kemur úr ofninum og berið fram með fersku salati og brauði.

Vörur í uppskrift
Líklega til heima