fyrir
8
Eldunartími
60 mín.
Undirbúa
40 mín.
Samtals:
100 mín.
Innihald:
1,2 kg sætar kartöflur
250 gr smjör
Safi og börkur frá einni sítrónu
Salt
1 pakki VAXA salvía
100 gr. Pekanhnetur
Hunang
Leiðbeiningar
Gott er að geyma stilkana af salvíunni til að bragðbæta soð eða sósur. Allt af jurtinni geymir bragð og því óþarfi að sóa neinu.
Stilltu ofninn á blástur við 190°C.
Bakaðu kartöflurnar með hýði þangað til þær eru orðan alveg mjúkar.
Á meðan kartöflurnar eru heitar dragðu hýðið af. Hýðið ætti að renna auðveldlega af þeim. Gott er að nota viskastykki svo maður brenni sig ekki.
Settu kartöflurnar í pott og hrærðu harkalega og mikið í kartöflunum þangað til þær eru orðnar maukaðar. Einnig er hægt að setja þær í hrærivél eða blandara og mauka þær á sama máta.
Hrærðu sítrónusafa, sítrónubörk og smjör út í og bragðaðu til með salti.
Saxaðu salvíulaufin smátt og hrærðu út í músina. Geymdu nokkur til skreytingar.
Blandaðu pekanhnetunum við 1-2 matskeiðar af hunangi.
Settu þær svo á bökunarplötu með bökunarpappír og bakaðu þær við 150°C í 10-15 mínútur.
Leyfðu hnetunum að kólna og dreifðu þeim söxuðum eða heilum yfir músina auk nokkrum salvíu laufum til skrauts.
Sætar kartöflur
ca. 500 gr. - 340 kr. / kg - 170 kr. stk.
MS smjör 250gr
250 gr. - 1760 kr. / kg - 440 kr. stk.
sítrónur
160 gr. - 388 kr. / kg - 62 kr. stk.
VAXA salvía
15 gr. - 27933 kr. / kg - 419 kr. stk.
Til hamingju pe ...
100 gr. - 4180 kr. / kg - 418 kr. stk.
Gestus akasíuhunang
350 gr. - 2283 kr. / kg - 799 kr. stk.