fyrir
6
Eldunartími
35 mín.
Undirbúa
30 mín.
Samtals:
65 mín.
Innihald:
Rósakál
3 bollar rósakál
2 tsk. ólífuolía
¼ tsk. Maldon salt
Sætar kartöflur
1-2 stk. sætar kartöflur
3 tsk. ólífuolía
4 tsk. hlynsíróp
¼ tsk. kanill
Smá salt
1 bolli trönuber
2-4 msk. hlynsíróp, til að hella yfir
Leiðbeiningar
Í samstarfi við Gestgjafann.
Rósakál
Hitið ofninn í 200°C.
Skerið endann af rósakálinu, hreinsið ystu blöðin af og setjið hreinsað rósakálið í skál.
Blandið saman ólífuolíu og salti í skál og hellið yfir rósakálið.
Setjið rósakálið í eldfast mót og hitið í ofni í u.þ.b. 10 mínútur.
Fylgist vel með rósakálinu í ofninum svo það ofeldist ekki eða brenni.
Sætar kartöflur
Hitið ofninn í 200°C.
Skerið kartöflurnar í 3-4 cm bita.
Blandið hlynsírópi, ólífuolíu, kanil og salti í skál og hellið svo yfir kartöflurnar.
Látið marinerast í smá stund og setjið svo í ofninn.
Bakið þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar eða í u.þ.b. 25 mínútur.
Á meðan ristið þið pekanhnetur á pönnu.
Blandið rósakáli og kartöflum saman.
Að lokum er pekanhnetum ásamt trönuberjum og hlynsírópi stráð yfir allt saman.
Til Hamingju Pe ...
100 gr. - 4180 kr. / kg - 418 kr. stk.
Rósakál í Pakka
500 gr. - 718 kr. / kg - 359 kr. stk.
Ódýrt Ólífuolía
1 ltr. - 1199 kr. / ltr - 1.199 kr. stk.
Sætar Kartöflur
ca. 500 gr. - 360 kr. / kg - 180 kr. stk.
Flóru Kanill
70 gr. - 4114 kr. / kg - 288 kr. stk.
Til Hamingju Tr ...
150 gr. - 2660 kr. / kg - 399 kr. stk.
Grön Balance Hl ...
250 ml. - 3396 kr. / ltr - 849 kr. stk.
Til að skoða vörur í Snjallverslun