Rósakál með beikoni

fyrir

4

Eldunartími

25 mín.

Undirbúa

15 mín.

Samtals:

40 mín.

Rósakál með beikoni

Innihald:

1 pakki af fersku rósakál

100 g beikon kurl eða saxað beikon

1-2 dl rjómi

1 tsk púðursykur (má sleppa)

Salt eftir smekk

Leiðbeiningar

Að hætti Víðis Hólm

1

Skerið endann af og helmingið rósakálið.

2

Steikið beikon í pönnu þar til það er brúnað, takið til hliðar en haldið eftir beikon fitunni í pönnunni.

3

Steikið rósakálið á vægum hita.

4

Saltið létt eftir smekk.

5

Þegar kálið er létt brúnað, bætið út í rjóma, púðursykri, blandið og leyfið að þykkjast.

6

Bætið beikoni aftur út í og blandið.

7

Berið fram þegar sósan er þykk og kálið er mjúkt í gegn.

Vörur í uppskrift