
fyrir
3
Eldunartími
20 mín.
Undirbúa
20 mín.
Samtals:
40 mín.
Innihald:
Hrísgrjón:
2 dl hýðishrísgrjón
1 tsk sesam olía
1/4 tsk salt
Marineraðar rækjur:
400 g risarækjur
Steikingarolía
salt
2 msk soja sósa
1 msk sesam olía
1 msk sriracha sósa
1 tsk hunang
1 msk niðursoðið engifer
1/4 blaðlaukur
Marineraðar agúrkur:
3/4 agúrka
2 tsk hunang
1 msk hvítvínsedik
1/4 tsk salt
1/2 þurrkaðar chillí flögur
1 tsk sesam olía
Sterkt majónes:
3 msk majónes
1 msk sriracha sósa
2 tsk safinn af niðursoðnu engiferi
2 tsk soja sósa
1 tsk sítrónusafi
1 tsk hunang
1/4 tsk sesam olía
Klípa af salti
Toppur:
Frosnar edamame baunir
Wakame salat
Mangó
Sesam fræ
Leiðbeiningar
Aðferð:
Byrjið á því að sjóða hrísgrjónin upp úr 4 dl vatni, setjið sesam olíu og salt í vatnið og sjóðið varlega þar til hrísgrjónin eru mjúk í gegn.
Steikið afþýddu risarækjurnar upp úr olíu og smá salti þar til þær eru eldaðar í gegn.
Gerið marineringuna með því að blanda saman soja sósu, sesam olíu, sriracha sósu, hunangi, niðursoðnu engiferi og smátt söxuðum blaðlauk. Setjið elduðu risarækjurnar ofan í marineringuna og blandið vel saman.
Gerið agúrkurnar með því að skera þær í bita og setja í skál. Hellið yfir þær hvítvínsediki, salti, þurrkuðu chillí og sesam olíu, blandið vel saman.
Gerið majónesið með því að blanda öllum innihaldsefnum saman í skál.
Sjóðið edamame baunirnar upp úr vatni í 5 mín og setjið örlítið salt í vatnið.
Wakame salatið er keypt tilbúið í Tokyo sushi í Krónunni.
Flysjið og fjarlægið steininn úr mangóinu, skerið það svo í bita. Setjið fyrst hrísgrjón í skálar, setjið svo risarækjurnar, marineruðu agúrkurnar, edamame baunirnar, mangóið, wakame salatið og sósuna yfir. Dreifið sesamfræum yfir.

Grön Balance Hr ...
1 kg. - 699 kr. / kg - 699 kr. stk.

Spicefield Sesamolía
150 ml. - 3127 kr. / ltr - 469 kr. stk.

Fiskverzlun Haf ...
ca. 400 gr. - 2799 kr. / kg - 1.120 kr. stk.

First Price Ste ...
2 ltr. - 500 kr. / ltr - 999 kr. stk.

Kikkoman Sojasósa
150 ml. - 3047 kr. / ltr - 457 kr. stk.

Sriracha Chili Sósa
200 ml. - 1975 kr. / ltr - 395 kr. stk.

Grön Balance Hunang
425 gr. - 1409 kr. / kg - 599 kr. stk.

Gestus Hvítvínsedik
250 ml. - 1436 kr. / ltr - 359 kr. stk.

Pottagaldrar Ch ...
38 gr. - 14947 kr. / kg - 568 kr. stk.

Ódýrt Majónes
500 ml. - 678 kr. / ltr - 339 kr. stk.

Grön Balance Se ...
250 gr. - 1196 kr. / kg - 299 kr. stk.

Mangó
640 gr. - 591 kr. / kg - 378 kr. stk.

Engiferrót
ca. 300 gr. - 898 kr. / kg - 269 kr. stk.

Blaðlaukur
260 gr. - 465 kr. / kg - 121 kr. stk.

Grön Balance Ed ...
300 gr. - 1330 kr. / kg - 399 kr. stk.
til að skoða vörur Snjallverslunar