fyrir
6
Eldunartími
15 mín.
Undirbúa
30 mín.
Samtals:
45 mín.
Innihald:
4 stk soðnar rauðrófur
1 poki heslihnetur án hýðis
1 pakki VAXA dill
1 pakki hindber
Góð ólífuolía
4 msk epla edik
2 msk hunang
Flögusalt
Leiðbeiningar
Skerðu rauðrófurnar í meðalstóra teninga (ca. 1x1 cm.) og settu í skál.
Bakaðu heslihneturnar á 150°C í 12-15 mínútur, saxaðu þær síðan gróflega með hníf og settu þær út í skálina með rauðrófunum. Geymdu nokkrar til skreytinga.
Plokkaðu nokkra fallega topa af dillinu til skreytingar, saxaðu rest og settu í skálina.
Helltu um það bil 4 msk. af eplaediki yfir ásamt 2 msk. af hunangi.
Helltu vænum skammti af ólífuolíu yfir ásamt 1-2 tsk. af salti.
Blandaðu þessu öllu vel saman.
Skerðu hindberin til helminga og settu í skálina og blandaðu aftur saman, en í þetta skiptið varlega svo þú maukir ekki hindberin. Geymdu ef til vill nokkra helminga af hindberjunum til skreytingar.
Helltu salatinu í fallega skál og puntaðu með dilltoppunum og hinberjunum.
Rauðrófur
ca. 200 gr. - 198 kr. / kg - 40 kr.
Til hamingju he ...
100 gr. - 3690 kr. / kg - 369 kr.
VAXA dill
15 gr. - 26533 kr. / kg - 398 kr.
Driscolls Hindb ...
125 gr. - 4784 kr. / kg - 598 kr.
Grön Balance ep ...
750 ml. - 665 kr. / ltr - 499 kr.
Gestus akasíuhunang
350 gr. - 2283 kr. / kg - 799 kr.
Saltverk flögusalt
250 gr. - 1696 kr. / kg - 424 kr.