fyrir
4
Eldunartími
20 mín.
Undirbúa
60 mín.
Samtals:
80 mín.
Innihald:
2 meðalstórar rauðrófur
Góð ólífuolía
Villibráðakrydd frá Kryddhúsinu
Salt
Klettasalat
Ristaðar furuhnetur
Vegan parmesan ostur frá Violife
Balsamikedik
Leiðbeiningar
Aðferð
Byrjið á því að flysja rauðrófurnar. Það er gott að hafa í huga að rauðrófur geta mjög auðveldlega litað tréskurðarbretti og gott er að vera í hönskum þegar þær eru meðhöndlaðar.
Pakkið rauðrófunum ásamt 1 tsk af salti í álpappír og bakið við 180°C í 50 mínútur. Takið út úr ofninum og leyfið þeim að kólna alveg. Ég geri þetta oft snemma um daginn eða jafnvel daginn áður.
Notið mandolín eða mjög beittan hníf til að skera rauðrófurnar niður í mjög þunnar sneiðar, raðið þeim í þunnt þétt lag á stóran disk eða fjóra litla diska.
Hellið ólífuolíu yfir og stráið 1-2 tsk af villibráðakryddinu yfir og nuddið því aðeins á rauðrófuskífurnar, fínt að nota pensil eða bara fingurna.
Stráið klettasalati, furuhnetum, balsamik ediki og parmesan ostinum yfir. Kryddið með smá salti og pipar og berið fram.
Rauðrófur
ca. 200 gr. - 199 kr. / kg. - 40 kr. Stk.
Grön Balance ól ...
500 ml. - 1.599 kr. Stk.
Pottagaldrar la ...
1 stk. - 488 kr. Stk.
Saltverk flögusalt
250 gr. - 398 kr. Stk.
Hollt og gott k ...
75 gr. - 379 kr. Stk.
Til hamingju ri ...
70 gr. - 569 kr. Stk.
Violife prosoci ...
150 gr. - 488 kr. Stk.
Búið í bili
Olifa Aceto Bal ...
250 ml. - 3.799 kr. Stk.
Samtals: