
fyrir
4
Eldunartími
10 mín.
Undirbúa
40 mín.
Samtals:
50 mín.
Innihald:
450 g rækjur, frosnar
3 msk. mangó, skorið smátt
½ stk. ferskt chili, nokkur fræ með, skorið smátt
4 msk. kóríander, saxaður smátt
½ avókadó, skorið smátt
1 tsk. olía
1 tsk. sítrónusafi
pipar
fersk hindber, til að skreyta með ef vill
auka kóríander, til að skreyta með ef vill
100 g rjómaostur
½ -1 dl hindber, frosin
sítrónusafi, nokkrir dropar
1-2 tsk. hunang eða engifersíróp
Leiðbeiningar
Í samstarfi við Gestgjafann. Uppskrift: Hanna Þóra. Mynd: Gunnar Bjarki
Rækjur
Afþýðið rækjurnar deginum áður inni í ísskáp með því að hafa þær í sigti í skál.
Mangósalsa
Blandið mangó, chili, avókadó og kóríander saman í skál.
Bætið olíu og sítrónusafa saman við ásamt pipar.
Hindberjasósa
Setjið frosin hindber í pott og hitið að suðu. Látið svo kólna.
Sigtið fræin frá og notið aðeins hindberjasafann í sósuna.
Takið smá fræ til hliðar til þess að skreyta með.
Hrærið rjómaostinn saman við hindberjasafann.
Bætið sítrónusafa og sætu við, annaðhvort hunangi eða engifersírópi, og hrærið.
Í lokin
Leggið rækjurnar á fat eða í litlar skálar og setjið mangósalsa og því næst hindberjasósu ofan á rækjurnar.
Skreytið með ferskum hindberjum og kóríander.

Meleyri Rækjur ...
500 gr. - 2298 kr. / kg - 1.149 kr. stk.

Mangó
640 gr. - 591 kr. / kg - 378 kr. stk.

Eat Me Rauður Chili
70 gr. - 4129 kr. / kg - 289 kr. stk.

Vaxa Kóríander
15 gr. - 26533 kr. / kg - 398 kr. stk.

Avocado í Lausu
1 stk. - 329 kr. / stk - 329 kr. stk.

Grön Balance Ól ...
500 ml. - 3198 kr. / ltr - 1.599 kr. stk.

Sítrónur
115 gr. - 539 kr. / kg - 62 kr. stk.

Driscolls Hindb ...
125 gr. - 4784 kr. / kg - 598 kr. stk.

Gott í Matinn r ...
400 gr. - 2265 kr. / kg - 906 kr. stk.

Grön Balance Hunang
425 gr. - 1409 kr. / kg - 599 kr. stk.
til að skoða vörur Snjallverslunar