fyrir
2
Eldunartími
30 mín.
Undirbúa
45 mín.
Samtals:
75 mín.
Innihald:
Piri-piri sósa
3 stk. rauðar paprikur, skornar í grófa bita
1 stk. rauðlaukur, skorinn í grófa bita
2 stk. límónur, nýkreistur safinn notaður
120 ml hágæða hitaþolin olía
120 ml hágæða hvítvínsedik
3 stk. hvítlauksrif
1 tsk. salvíukrydd
1 tsk. paprikukrydd
1 tsk. oregano
salt og pipar
Grænmetið
300 g portobello-sveppir
500 g maísstönglar
2 stk. stórar paprikur
2 stk. rauðlaukar
Bambus eða margnota spjót fyrir matreiðslu.
Leiðbeiningar
Í samstarfi við Gestgjafann. Uppskrift: Arna Engilbertsdóttir - www.fræ.com. Mynd: Gunnar Bjarki
Sósan
Byrjið á því að undirbúa sósuna með því að steikja paprikuna og rauðlaukinn á pönnu við háan hita þar til grænmetið hefur fengið góðan lit.
Bætið hvítlauknum á pönnuna í stutta stund.
Komið paprikunum fyrir í lokuðu íláti í 5 mín. og látið svitna svo hægt sé að taka hýðið auðveldlega af.
Setjið því næst öll hréfnin í kraftmikinn blandara og blandið þar til áferðin verður slétt.
Saltið og piprið eftir smekk.
Sósuna má gera með góðum fyrirvara og geyma í ísskáp, bragðið verður bara betra.
Grænmetið
Skerið sveppi og maísstöngla í jafna bita
Skerið paprikur og rauðlauka í grófa bita
Notið bambus eða margnota spjót fyrir matreiðslu
Þræðið grænmetið þétt upp á spjótin.
Penslið grænmetið með sósunni og bakið við 180°C með blæstri í u.þ.b. 30 mín. eða grillið í u.þ.b. 20 mín.
Berið grænmetið fram heitt með Piri Piri-sósunni til hliðar
paprika rauð
210 gr. - 158 kr. Stk.
Rauðlaukur
ca. 160 gr. - 240 kr. / kg. - 38 kr. Stk.
sítrónur
110 gr. - 66 kr. Stk.
First Price ste ...
2 ltr. - 999 kr. Stk.
Olifa hvítvínsedik
250 ml. - 899 kr. Stk.
Hvítlaukur
200 gr. - 189 kr. Stk.
Olifa salvía
13 gr. - 499 kr. Stk.
Prima möluð paprika
50 gr. - 320 kr. Stk.
Olifa oreganó
13 gr. - 499 kr. Stk.
BelOrta sveppir ...
250 gr. - 739 kr. Stk.
Forsoðnir maíss ...
400 gr. - 549 kr. Stk.
Prima svartur p ...
35 gr. - 360 kr. Stk.
Maldon sjávarsalt
250 gr. - 467 kr. Stk.
Kóríander ferskur
1 stk. - 368 kr. Stk.
Samtals: