Pestó með sólþurrkuðum tómötum

fyrir

4

Eldunartími

5 mín.

Undirbúa

15 mín.

Samtals:

20 mín.

Pestó með sólþurrkuðum tómötum

Innihald:

20 g furuhnetur

50 g basílikulauf

200 g sólþurrkaðir tómatar í olíu

1 hvítlauksrif

30 g parmesanostur, rifinn

ólífuolía eftir þörfum

salt og pipar eftir smekk

dass af garðablóðbergi

1⁄2 ferskur chilipipar (má sleppa)

Leiðbeiningar

Í samstarfi við Gestgjafann. Uppskrift: Telma Geirsdóttir.

1

Byrjið á því að skera sólþurrkuðu tómatana í litla bita og fjarlægið fræin úr chilipiparnum ef þið notið hann.

2

Steikið hneturnar örlítið á þurri pönnu.

3

Setjið sólþurrkuðu tómatana, furuhneturnar, basilíkuna og chilipiparinn í blandara og blandið með smá ólífuolíu þar til það er orðið að grófu mauki.

4

Bætið þá ostinum, meiri olíu og smá salti út í og blandið þar til pestóið hefur náð þeirri áferð sem þið kjósið.

5

Það getur gefið ríkara bragð að nota smá olíu af sólþurrkuðu tómötunum á móti ólífuolíunni.

6

Smakkið til og bætið smá garðablóðbergi út í.

Vörur í uppskrift
Líklega til heima

til að skoða vörur Snjallverslunar