fyrir
4
Eldunartími
8 mín.
Undirbúa
30 mín.
Samtals:
38 mín.
Innihald:
3 pakkar Oreo (2 pakkar í trufflurnar og nokkrar í viðbót til að gera vængina).
150 g vegan rjómaostur
200 gr Vegan mjólkursúkkulaði eða suðusúkkulaði
1 pakki Sykuraugu
Leiðbeiningar
Í samstarfi við Veganistur
Setjið Oreokexið í matvinnsluvél og blandið þar til það verður að mylsnu. Það er líka hægt að setja það í Zip nestispoka og nota kökukefli til að mylja niður.
Hellið mylsnunni í stóra skál og bætið rjómaostinum saman við. Hrærið með skeið eða blandið saman með höndunum.
Mótið kúlur og setjið í ísskáp í allavega klukkustund.
Skerið niður Oreokex með beittum hníf til að gera vængi.
Bræðið súkkulaði og húðið kúlurnar eina í einu í súkkulaði.
Stingið vængjunum í kúlurnar á meðan súkkulaðið er enn blautt og haldið þeim í nokkrar sekúndur svo þeir festist.
Bætið sykuruaugunum á kúlurnar. Ef súkkulaðið hefur harnað, setjið smávegis af bræddu súkkulaði á augun til að festa þau.
Oreo original
176 gr. - 239 kr. Stk.
Violife rjómaostur
200 gr. - 439 kr. Stk.
Nóa siríus suðu ...
300 gr. - 769 kr. Stk.
Dr. Oetker sykuraugu
24 stk. - 420 kr. Stk.
Samtals: