Nautakjötspottréttur með rauðrófum

fyrir

4

Eldunartími

120 mín.

Undirbúa

30 mín.

Samtals:

150 mín.

Nautakjötspottréttur með rauðrófum

Innihald:

2 tsk. kóríanderfræ

2 tsk. kumminfræ

1 tsk. fennelfræ

30 g engifer, skorið smátt

3 hvítlauksgeirar

½ msk. sykur

1 msk. tómatpúrra

550 g rauðrófa, 140 g rifin niður gróflega

1 rauðlaukur, skorinn smátt

½ hnefafylli kóríander, auka til að bera fram með ef vill

1 rautt chili-aldin, fræhreinsað og skorið smátt

1 ½ tsk. sjávarsalt

½ - 1 tsk. svartur pipar

60 ml grænmetisolía

1,5 kg nautagúllas

375 ml vatn

Leiðbeiningar

Í samstarfi við Gestgjafann

1

Hitið ofn í 180°C.

2

Setjið kóríander-, kummin- og fennel fræ á litla pönnu og ristið í u.þ.b. 1 mínútu.

3

Setjið í litla matvinnsluvél ásamt engifer, hvítlauk, sykri, tómatpúrru, rifinni rauðrófu, lauk, kóríander, chili-aldini, ¼tsk. af salti og ⅛ tsk. af pipar og maukið saman þar til allt hefur samlagast vel.

4

Hitið 2 msk. af olíu á stórri pönnu sem má fara inn í ofn og hafið á háum hita.

5

Sáldrið örlitlu salti og pipar yfir kjötbitana og steikið þá í skömmtum í u.þ.b. 5 mínútur eða þar til kjötið er brúnað á öllum hliðum.

6

Takið kjötið af pönnunni og setjið á disk til hliðar.

7

Setjið kryddmaukið á pönnuna og eldið í 2-3 mínútur og hrærið í reglulega.

8

Setjið kjötið aftur á pönnuna ásamt vatni, komið upp suðu og setjið á lok.

9

Setjið inn í ofn og eldið í 1 klst.

10

Takið úr ofninum og raðið rauðrófubitum ofan í sósuna með kjötinu, eldið áfram í hálftíma með lokinu á.

11

Fjarlægið því næst lokið og eldið áfram í 30-40 mínútur.

12

Berið fram með grískri jógúrt, ferskum kóríander og flatbrauði ef vill.

Vörur í uppskrift
Líklega til heima

til að skoða vörur Snjallverslunar