Mexíkó lasagne

fyrir

6

Eldunartími

25 mín.

Undirbúa

20 mín.

Samtals:

45 mín.

Mexíkó lasagne

Innihald:

Lasagne:

600 g nautahakk

300 g beikon skorið fínt

1 og hálfur laukur fínt saxaður

1 pk. Jamie Oliver Smokey Veggie Chilli (eða nýrnabaunir ásamt taco spice mix)

1 pk. Tortillur

1 stk. grísk jógúrt

1 stk. rifinn ostur

Olía

Salt og Pipar

1 stk. Salsa sósa

Meðlæti:

3 stk. avacado

Hálfur laukur fínt saxaður

2 stk. hvítlauksbrauð

Leiðbeiningar

Aðferð

1

Hitið ofn í 180°c.

2

Setjið olíu í pott, laukur og beikon er steikt á háum hita þar til verður gullinbrúnt.

3

Nautahakkinu því næst bætt við og steikt í gegn.

4

Bætið bæði salsa sósunni og Jamie Oliver pokanum út í (einnig hægt að nota nýrnabaunir ásamt taco spice mixi). Slökkvið undir hitanum og hrærið rólega. Smakkið til með salt og pipar.

5

Þá er raðað til skiptis, tortillu, grískri jógúrt og kjötinu þar til þú hefur raðað þessu í 6 lög. Þá er ostinum bætt við og sett inn í ofn á 180°c í 25 mín.

6

Á meðan lasagne bakast er fínt að skera avacadóið niður gróft, og strá restinni af lauknum yfir.

7

Hvítlauksbrauðið er sett inn í ofninn þegar 10 mín eru eftir af eldunartímanum.

8

Muna að njóta!

Vörur í uppskrift
Líklega til heima

til að skoða vörur Snjallverslunar