Mayak egg

fyrir

3

Eldunartími

6 mín.

Undirbúa

15 mín.

Samtals:

21 mín.

Mayak egg

Innihald:

6 egg

1/2 bolli sojasósa

1/2 bolli vatn

1/4 bolli hunang

1 tsk saxaður hvítlaukur

1 grænn chili

1 rauður chili

1 laukur (valfrjálst)

1 msk sesamolía

2 tsk sesamfræ

Leiðbeiningar

1

Saxaðu vorlauk, rauðan og grænan chili smátt.

2

Láttu egg sjóða í 6 mínútur, þannig verða þau mjúk í miðjunni.

3

Settu eggin strax í ískalt vatn til að stöðva eldunina.

4

Taktu skurnina af eggjunum undir vatni, það gerir verkið mun auðveldara.

5

Blandaðu sojasósu, vatni, hunangi, hvítlauk, sesamolíu, söxuðum vorlauk, chili og sesamfræjum í skál og hrærðu saman.

6

Settu eggin í box eða krukku, helltu sósunni yfir og leyfðu þeim að liggja í góðri marineringu í nokkrar klukkustundir.

7

Svo er bara að njóta!

Vörur í uppskrift

til að skoða vörur Snjallverslunar