
fyrir
6
Eldunartími
20 mín.
Undirbúa
25 mín.
Samtals:
45 mín.
Innihald:
Ferskt salsa
4 stk tómatar
1/2 stk laukur
1 til 2 stk cayenne chili
1 tsk lime, börkur rifinn
1/2 stk lime, safi
2 msk ferskt kóríander eða steinselja, söxuð
Salt eftir smekk
Guacamole
3 stk avókadó
1/2 stk rauðlaukur
1 stk hvítlauksrif
1/2 stk lime, safi
2 msk ferskt kóríander eða steinselja, söxuð
Salt eftir smekk
Nautahakk
1 pakki Krónu nautahakk
1 tsk reykt paprika
1 tsk hvítlauksduft
1 tsk kúmen
1/2 tsk laukduft
1 tsk oregano
1/2 tsk cayenne duft
Salt eftir smekk
150g cheddar ostur, rifinn
150g gouda ostur, rifinn
1-2 poki tortilla flögur
100g sýrður rjómi
1 msk ferskt kóríander eða steinselja, söxuð
Leiðbeiningar
Að hætti Víðis Hólm
Ferskt salsa
Skerið tómata í báta, skerið eða skafið fræin burt. Saxið tómatana í litla teninga.
Saxið hálfan lauk í teninga af sömu stærð.
Helmingið og skerið burt fræin úr chili pipar og saxið fínt.
Saxið ferskt kóríander og setjið allt í skál.
Rífið börk af einu lime yfir, skerið í tvennt og kreistið safann úr helmingnum yfir.
Blandið vel og saltið vænlega eftir smekk.
Guacamole
Saxið hálfan rauðlauk.
Pressið eða saxið eitt hvítlauksrif.
Saxið kóríander.
Skerið þrjú avókadó og maukið í skál.
Kreistið safann úr hálfu lime yfir og blandið saman við lauk, hvítlauk, og kóríander.
Saltið vænlega eftir smekk.
Nautahakk
Steikið nautahakk á pönnu við miðlungsháan hita og kryddið.
Setið til hliðar og haldið heitu þegar það hefur brúnast.
Nachos
Rífið cheddar og gouda ost.
Hitið ofn á 170°C blástur og setjið bökunarpappír á ofnplötu.
Dreifið grunnlagi af tortilla flögum á plötuna.
Stráið vænu lagi af gouda osti yfir flögurnar.
Setjið restina af flögunum ofan á gouda ostinn.
Stráið cheddar osti yfir síðara lagið af flögunum.
Dreifið nautahakki yfir flögurnar. Annað hvort jafnt yfir allt eða í aðgreind svæði fyrir fjölbreyttari bita.
Setjið plötuna inn í ofn þar til osturinn er bráðnaður.
Takið þá út og dreifið salsa, guacamole og sýrðum rjóma yfir nachos-ið.
Toppið með söxuðu kóríander og berið fram.

Tómatar í Lausu
100 gr. - 533 kr. / kg - 64 kr. stk.

Laukur
ca. 167 gr. - 139 kr. / kg - 23 kr. stk.

Í Einum Grænum ...
70 gr. - 8414 kr. / kg - 589 kr. stk.

Lime
70 gr. - 686 kr. / kg - 48 kr. stk.

Vaxa Kóríander
15 gr. - 26533 kr. / kg - 398 kr. stk.

Avocado í Lausu
1 stk. - 329 kr. / stk - 329 kr. stk.

Rauðlaukur
ca. 160 gr. - 219 kr. / kg - 35 kr. stk.

Grön Balance Hv ...
100 gr. - 3490 kr. / kg - 349 kr. stk.

Ódýrt Ungnautahakk
500 gr. - 3198 kr. / kg - 1.599 kr. stk.

Gott í Matinn c ...
200 gr. - 3300 kr. / kg - 660 kr. stk.

Gott í Matinn g ...
200 gr. - 3360 kr. / kg - 672 kr. stk.

Banderos Tortil ...
200 gr. - 1495 kr. / kg - 299 kr. stk.

Gott í Matinn s ...
180 gr. - 2111 kr. / kg - 380 kr. stk.

Prima Reykt Pap ...
40 gr. - 12975 kr. / kg - 519 kr. stk.

Prima Hvítlauksduft
60 gr. - 6583 kr. / kg - 395 kr. stk.

Prima Cumin Malað
50 gr. - 6400 kr. / kg - 320 kr. stk.

Prima Laukduft
45 gr. - 9911 kr. / kg - 446 kr. stk.

Prima Oregano
6 gr. - 36500 kr. / kg - 219 kr. stk.

Prima Cayennepipar
35 gr. - 10714 kr. / kg - 375 kr. stk.

Maldon Sjávarsalt
250 gr. - 1868 kr. / kg - 467 kr. stk.
til að skoða vörur Snjallverslunar